Söngvakeppnin 2017: Spáð í fyrri undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. febrúar, 2017
„Þú skalt syngja lítið lag“
Hér verður fyrri skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tekinn til kostanna.
Fátt er jafn skemmtilegt og að ræða mátt, megin og gildi popplaga. Fátt er líka jafn tilgangslaust og rökræður um tónlist enda oft og iðulega úti í skurði. Sínum augum lítur hver silfrið. En um leið – eins og við vitum – er fátt meira sameinandi. Einu sinni á ári ertu farinn að rífast við pitsusendilinn um hvort þessi eða hin „hækkunin“ hafi átt rétt á sér og að þessi jakki sem þessi eða hinn var í hafi verið gjörsamlega út úr kú. Samfélagsleg virkni keppninnar sem allir hata að elska og elska að hata er dásamleg. Alltént, hér er mín sýn á lögin sex sem verða flutt í kvöld. Skoðanir eru höfundar. Hvatningar- jafnt sem niðurrifsbréf sendist á tölvupóstfangið mitt.
Bammbaramm
Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur
Lag sem er með fæturna kirfilega í nýju árþúsundi. Stjarna Hildar fer vaxandi og hún býr að þónokkurri reynslu sem tónlistarkona og hefur meira að segja keppt áður í Söngvakeppninni. Hér nýtir hún sjarmann vel, lagið fer rólega af stað, í hálfgerðum ballöðugír en svo springur það út með viðlagi sem límist ansi fast við heilann. Það er ákveðin næfismi í gangi, hálfgert leikskóla-element í „bammbarammbarambamm“ kaflanum (sem fer smá í taugarnar á mér) en hann gerir þó lagið um leið. En heilt yfir gengur þetta og kallast smávegis á við „I‘ll walk with you“ sem hefur notið töluverðra vinsælda. Ég yrði hissa ef Hildur fer ekki áfram með þetta.
Skuggamynd
Lag: Erna Mist Pétursdóttir
Text: Guðbjörg Magnúsdóttir
Flytjandi: Erna Mist Pétursdóttir
Falleg, hægstreym ballaða í kunnuglegum – og hæfandi – Eurovision-gír. Einfalt, strípað píanóspil opnar það og fín rödd Ernu leiðir okkur inn. Hún veldur þessu vel, syngur sterkt yfir lágstemmdu undirspilinu sem verður svo, eðlilega, meira knýjandi eftir því sem á líður. Það er þessi línulega hækkun sem er svo einkennandi fyrir mörg þessara laga. Hér er hins vegar brotið upp taktískt með dulúðugu og dreymnu píanóspili. Lokahækkunin kemur svo sterk inn undir endann og slaufað er með píanóinu góða. Þetta er bara ansi líklegt, verður að segjast.
Til mín
Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir
Ballaða sem siglir um kunnuglegar slóðir. Smekklegur samsöngur hjá Arnari og Rakel, það er gefið sæmilega í þegar brestur á með viðlaginu án þess þó að missa sig út í yfirkeyrða væmni. Það er eitthvað „klassískt“ við alla framvindu hér, jafnvel gamaldags og þá á jákvæðan máta. Stóreflis-lag, nánast þungbúið á köflum og virkilega vel sungið. Nokkurs konar fullorðinsútgáfa af „Skuggamynd“. Veit samt ekki, þetta gæti farið áfram… eða ekki. Er ég ekki vísindalegur í þessu?
Heim til þín
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir
Sætt og krúttlegt, fer rólega af stað en umbreytist brátt í OMAM-slagara (Of Monsters And Men), með lögbundnum „voóum“. Dúett þeirra Júlís og Þórdísar er með ágætum, samsöngurinn flottur og einsöngskaflar vel til fundnir. Útsetningin nokk glúrin og uppbyggingin sömuleiðis; OMAM-söngurinn, brassið og annað skraut kemur inn á hárnákvæmum tíma. Heilt yfir er smíðin þó fullviðkvæmnisleg, eins og það vanti smá steypu í burðarvirkið. Lagið er nokkurs konar „villt spil“, ég treysti mér ekki alveg til að giska á hvort þetta fari áfram eða sitji eftir. Fer eftir því hversu sterkt OMAM-vindarnir blása hjá fólki nú um stundir.
Mér við hlið
Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff
Rúnar keyrir inn í lagið með kraftinum, söngurinn djúpúðgur og sterkviðaður, liggur dálítið utan í kraftballöðum að hætti Foreigner og Journey. Uppbyggingin er nokkurn veginn línulega upp á við og eftir því sem nær dregur lokum hafa fleiri hljóðfæri bæst við og ekkert hamlar epískri skriðunni. Coldplay ef þeir væru að norðan. Lagið endar nokkuð furðulega, líkt og klippt sé á. Rembingurinn er fullmikill í völdum köflum, þó að uppbygging sjálfs lagsins sleppi til, a.m.k. framan af. Nei, ég er ekki sannfærður.
Nótt
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Ágúst Ibsen
Flytjandi: Aron Hannes Emilsson
Nútímalegt og í nettum tölvupoppsgír. Smá Friðrik Dór í söngnum. Ég fíla hvernig tónlistin hoppar og skoppar á gáskafullan hátt í bakgrunninum. Aron gerir vel í söngnum, honum liggur hátt rómur en passar um leið að gæða réttu partana tilfinningu. Enginn rembingur, söngurinn er í góðu jafnvægi við smíðina. Einfalt og fislétt á yfirborðinu sannarlega, en það er lúmskt aðdráttarafl í gangi engu að síður. Þetta áreynsluleysi, léttleikinn þ.e.a.s., gæti unnið gegn því samt. Sjáum til…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012