Plötudómar: Cyber og Alvia Islandia
Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 28. janúar, 2017
Tyggigúmmí og drasl
• Cyber og Alvia Islandia hafa verið áberandi í íslensku hipphoppsenunni undanfarin misseri og gáfu út gildandi plötur á síðasta ári.
Ég þarf ekki að útskýra það sérstaklega – og ég nenni því eiginlega ekki – af hverju þessar tvær útgáfur sem ég ætla að fjalla um hér eru ekki bara merkilegar tónlistarlega heldur skipta þær jafnframt máli samfélagslega. En, jæja, úr því að ég er kominn út í þetta. Alvia Islandia er listamannsnafn Andreu Ránar Jóhannsdóttur og Cyber er græðlingur úr Reykjavíkurdætrum, skipuð að stofni til þeim Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakel Jónasdóttur þó að meðlimafjöldi sé oft og iðulega á reiki, líkt og hjá móðurbandinu (sjá mynd). Á síðasta ári kom þetta tvennt sterkt inn í íslensku hipphoppsenuna og íslenskt tónlistarlíf almennt og það verður aldrei of oft sagt hversu mikilvægt starf brautryðjendur eins og þessir aðilar eru að vinna. Með því að koma fram sem stoltar konur á sviði sem er meira og minna undirlagt af karlmönnum slá þær tón sem aðrar konur og yngri geta fylgt, sýnt er fram á að þetta er vel hægt því að eðlilega er fólk hikandi þegar stemningin er fyrst og síðast á valdi karlanna. Staðan er ekkert skárri í útlöndum þó að aðilar eins Lizzo, Junglepussy, Angel Hase og noname hafi á líkan hátt komið sterkt inn í karllægan heim rappsins.
Cyber gáfu út plötuna Cyber is Crap á síðasta ári, sjö laga plötu þar sem alls kyns upptökustjórar koma við sögu, m.a. Russian Girls og DJ flugvél og geimskip. Stemningin á plötunni er skrítin og það er einmitt það sem gefur henni vigt, þetta er vel til fundið jaðar-hipphopp í raun, meira um óræðar og tilraunakenndar stemmur en er að finna hjá Reykjavíkurdætrum til að mynda. Flott uppbrot og nýstárlegur vinkill á íslenska hipphoppið. Alvia Islandia gaf út sex laga plötuna Bubblegum Bitch og fetar ögn áheyrilegri slóðir, þannig séð, en samt hangir yfir nett undrastemning sem erfitt er að lýsa. Lögin líða flest áfram draumkennd og yfir rappar Alvia Islandia og fer vísvitandi að mörkum þess hneykslanlega (fyrir broddborgarana a.m.k.) í lögum eins og „Pornstar“ og „FucktUP“. Deilt er á klámmenningu og slíkt á kaldhæðinn hátt og gagnrýnin er eðlilega sterkari, komandi úr þessari átt. Alvia fékk Kraumsverðlaun á síðasta ári fyrir plötuna.
Báðar þessar útgáfur tengja inn í nýja tíma, hver á sinn hátt. Þær hanga báðar á tónlistarveitunni Soundcloud þar sem einnig má finna fleiri lög, Alvia Islandia er einnig fáanleg á geisladiski en Cyber er ekki til efnislega. Hugmyndafræðin á bak við „plötuna“ er að breytast hægt og sígandi í stafrænum heimi. Þá er ekki síst lagt upp með ímyndir hjá báðum aðilum, í gegnum ljósmyndir, myndbönd o.fl. Alvia Islandia hefur komið sérstaklega sterkt inn að því leytinu til og erlendir miðlar hafa stokkið á hana enda hefur hún allt til að bera hvað þennan þátt varðar. Svo ég einfaldi þetta, hún er vel töff og svöl.
Titlar platnanna, Bubblegum Bitch og …is Crap segja þá líka sína sögu. Það er eitthvað hressilega djarft við þetta, ákveðið kæruleysi og „attitjúd“ sem stýrir för og það er hreinlega heillandi. Meira svona næstu misseri, áfram svo!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012