Söngvakeppnin 2020: Spáð í fyrri undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. febrúar, 2020.
„Göngum saman gleðinnar veg“
Hér verður settur undir smásjána fyrri skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Eurovision.
Fögnum öll sem eitt, gleðjumst yfir því að vetrarmyrkri verður bolað burt, smátt og smátt, á næstu dögum. Og hvernig þá? Jú, með gleðiraust og helgum hljóm, nú eða jafnvel óhelgum, því nú erum við að leggja í Söngvakeppnina, viðburð sem allir þykjast hata (í fyrstu) en fara svo að elska undurheitt þegar á líður. Merkilegur skolli. Munum þá, að þetta er í eina skiptið sem hægt er að tala við þjóðina gervalla um tónlist, þar sem við erum farin að hártogast um viðlagið í einhverju laginu við pítsusendilinn úti á gangi. En nóg um það, hér er mín sýn á lögin fimm sem verða flutt í kvöld.
Ævintýri
Höfundar lags: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson.
Höfundar texta: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli Haraldsson.
Flytjandi: Kid Isak.
Skemmtilegt lag. Það er gáski í því sem heillar. Og þegar lagið heitir „Ævintýri“ og flytjandinn Kid Isak, já, það er eitthvað tölvuleikja- og teiknimyndalegt við þetta, svei mér þá. Ekki skrítið kannski þegar JóiPé og Króli, ásamt hipphopp-hirðskáldinu Þormóði Eiríkssyni, koma að sköpuninni. Aaron Ísak ber lagið vel, gefur því það stuð sem það kallar á. Laginu vindur fram eins og skoppandi bolta, taktar drífandi, söngurinn knýjandi og melódían grípandi. Flæðið síðan brotið upp með nettum rappkafla. Nútíma- og nostursamlegt og líklegt til árangurs.
Elta þig
Höfundar lags: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth Erwin.
Höfundur texta: Daði Freyr.
Flytjandi: Elísabet.
Það er stíll yfir þessu lagi, söngurinn ákveðinn og kraftmikill enda umfjöllunarefnið af þeim toga, uppgjör stúlku við einhvern slóða sem er nú sem betur fer í fortíðinni. „Við vorum eitt sinn eitt / Nú erum við ekkert.“ Lagið er fínt, rafskotið fönk og hressilegt. Elísabet er frábær söngkona og með mikla útgeislun en samt, það er eitthvað sem truflar mig við þetta lag. Eins og það nái ekki alveg landi, eins og Elísabet sé ekki með alveg nægilega góðan efnivið fyrir þá óskoruðu hæfileika sem hún býr yfir. Mig grunar samt að hún gæti snúið þessu sér í hag uppi á sviði.
Augun þín
Höfundar lags: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse Qvist.
Höfundur texta: Kristján Hreinsson. Flytjandi: Brynja Mary.
Merkilegt hvernig orðin í enda upphafssetninganna („sjá“, „þrá“, „blá“ og „frá“) heyrast varla. Listrænt útspil sem ég fíla dálítið. Brynja er ekki nema sextán ára, semur lagið sjálf í samstarfi við Lasse Qvist og það er prýðilegt, til þess að gera. Nokkuð hefðbundið þó, það vantar eitthvað afgerandi „x“ svo að það sé öruggt alla leið. Taktar og forritun annars móðins, þetta er nútímapopp með stóru N-i og aftur, Brynja gæti vel snúið hlutunum sér í hag með flottri framkomu.
Klukkan tifar
Höfundar lags: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson.
Höfundur texta: Stefán Hilmarsson. Flytjendur: Ísold og Helga
Þetta lag sker sig rækilega frá öðrum hér sökum vel orts texta, en meistari Stefán Hilmarsson sér um þann þátt. Sonur hans semur lagið en þær stöllur, Ísold og Helga, flytja. Lagið er sennilega það hefðbundnasta hér, ljúflingsballaða, hvorki lágstemmd né ofurepísk. Rúllar rólega af stað, svo er smekklega hraðað á hlutunum og samsöngurinn fær að njóta sín. Einkar júróvisjónlegt í raun og aldrei að vita nema þau kunnuglegheit muni heilla alþýðu íslenska.
Almyrkvi
Höfundur lags: DIMMA.
Höfundur texta: Ingó Geirdal.
Flytjandi: DIMMA.
Þungarokk í Söngvakeppninni er engin nýlunda og nú er komið að hinni geipivinsælu DIMMU. Möndlað er með flestar brellur hér; dramatískt upphaf með sönglínum frá Stefáni söngvara, því næst fínasta riffa-trukk en svo er hægt á í viðlaginu. Laginu jafnframt slaufað á nokkuð glúrinn hátt. Textinn fjallar um leið manns úr heljargreipum þunglyndis, saga sem endar vel. Þetta er áhlýðilegasta þungarokkssmíð, fellur smekklega að þeirri melódíukröfu sem keppninni stýrir og sjáum hvort þungarokkarar alþýðumannsins nái nú ekki að virkja sitt fólk.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012