The Weeknd: Myrkrið, myrkrið taktu mig…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. september, 2015
Fegurðin ein
• Tónlistarmaðurinn The Weeknd gefur út Beauty Behind The Madness
• Spúlað allhressilega úr sálarkytrunni
Jaðarbundið R og B? Já það er til. Frank Ocean, Miguel og The Weeknd eru fín samtímadæmi um þennan tiltölulega nýja geira eða eigum við kannski frekar að segja nýjar áherslur? Tónlist þessara manna hljómar eins og Michael Jackson hafi kíkt við í hljóðveri Joy Division manna; hljómurinn er dökkur, innhverfur og skuggum bundinn, oft fremur berstrípaður. Yfir flýtur svo söngur/tal listamannanna og í stað glaðværra rímna um kellingar og peninga engjast menn um í eigin tilfinningaróti, skjóta út harmrænum og á stundum afstrakt setningum ekki ólíkum þeim sem Ian Curtis viðhafði í árdaga.
Þríleikur
Kanye West setti um margt tóninn hvað þessa þróun varðar með magnaðri – og já, uppskrúfaðri verður að viðurkennast – plötu sinni 808s & Heartbreak sem út kom fyrir sjö árum síðan. Arfleifð og aðferðafræði hennar birtist m.a. í tónlist Kendrick Lamar, Earl Sweatshirt og jafnvel Majical Cloudz (dáldið langsótt, ég veit. En…). Sweatshirt, yfirlýstur Joy Division aðdáandi, gaf í ár út plötuna I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside en titillinn lýsir þessari bylgju allri mjög skemmtilega.
The Weeknd er listamannsnafn tuttugu og fimm ára gamals Toronto-búa, Abel Tesfaye, en hann vakti fyrst athygli fyrir þrjár „blandspólur“ sem hann gaf út árið 2011, House of Balloons, Thursday og Echoes of Silence. Þeim var safnað saman á plötuna Trilogy sem kom út haustið 2012 á vegum Universal Republic (sama merki og gefur Of Monsters And Men út) og fór platan í fjórða sæti Billboardlistans. Þrátt fyrir myrkt og óaðgengilegt yfirborðið nýtur þessi tónlist glettilegra vinsælda og hittir unga, hugsandi stórborgarfólkið beint í hjartastað.
Af hverju?
Kiss Land var svo fyrsta eiginlega hljóðversplata The Weeknd en hún kom út í hitteðfyrra. Sú plata fór beint í annað sæti Billboardlistans og Drake, granni hans frá Toronto gestasöng. Beauty Behind the Madness fór hins vegar … ó já … beint í fyrsta sætið og lögin „Earned It“, „The Hills“ og sérstaklega „Can’t Feel My Face“ hafa notið mikilla vinsælda. Öll lögin voru í þremur efstu sætum R og B Billboardlistans á tímabili en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur hent.
Af hverju þessar vinsældir, kann einhver að spyrja? Við erum vön því að grípandi, glaðvær popplög eða stuðvænir rokkarar nái eyrum fjöldans en nú er það drungaleg þunglyndistónlist. Ekki að slíkt sé nýmæli í sögunni, um miðjan níunda áratuginn nutu alvarlegir popparar eins og Peter Gabriel, U2 og Sting mikilla vinsælda sem og baritónbundnar söngkonur á borð við Suzanne Vega og Tracy Chapman (og í dag, Lana Del Ray).
Engin svör
The Weeknd hefur reyndar verið að dansa við poppdjöfulinn í fölu mánaskini að undanförnu. Hann átti lag í 50 Shades of Grey, Max Martin semur með honum „Can’t Feel My Face“ og svo var hann gestur hjá Ariana Grande á dögunum. Þannig að hann er ekki alveg að koma inn á vinsældalistana eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Og hjálparkokkarnir eru allir „réttir“. Guðfaðirinn Kanye er á plötunni, sálarsystirinn Lana Del Rey og sjálfur Ed Sheeran er þarna líka, sem er nokk ótrúlegt. En þó að þessar meginstraumsfígúrur séu að sverma í kringum okkar mann er tónlistin jafn laus í skorðum og fyrr.
Ég sé núna að mér er ekki að takast að svara spurningunni um þessar ægivinsældir. Ég læt hana því lafa. Firrt tónlist fyrir firrtan heim. Einhver?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012