Tónleikadómur: Elvis Costello í Hörpu (+ lagalisti!)
Mynd tekin á Revolver-túr Costello frá því í fyrra.
Kafað eftir perlum…
Tónleikar Elvis Costello í Hörpu í gær voru frábærir. Hana. Þá er ég búinn að koma því frá. En förum oggulítið nánar í þessi mál. Ég hafði vandað mig við að skrá niður lögin í snjallsímann minn, í minnispunktaforritið góða, en það var allt horfið í morgunn. Jæja, fokk it. Ég get a.m.k. sagt ykkur frá því að Costello kom hlaupandi inn á sviðið, gírugur mjög og greinilega vel stemmdur. Í stuði með öðrum orðum. Hann var einn á sviðinu en sex eða sjö gítarar stóðu aftan við hann í hálfhring. Flygill var vinstra megin á sviðinu. Gítarana átti hann eftir að brúka einn af öðrum af mikilli list í gegnum sett sem var einstaklega fjölbreytilegt og í gegnum tæp 30 lög (takk fyrir!) náði hann að dekka allan pakkann ef svo má segja. Slagara, ný lög, sjaldgæf, uppáhalds o.s.frv.. Costello tók Springsteen á þetta, var í tæpa þrjá tíma á sviðinu og óhætt að segja að fólk hafi fengið það sem það borgaði fyrir og vel það. En svona hluti mælum við ekki í tíma eða fjölda. Nei, virði tónleikana fólst í því hversu gefandi Costello var. Hann var „á staðnum“, deildi með áhorfendum meiningum og tilfinningum og vann markmiðsbundið með samspil flytjanda og áhorfanda. Þegar tónleikunum var lokið var eins og maður hefði átt í góðu og uppbyggilegu spjalli við kæran trúnaðarvin í drykklanga stund. Maður var nærður, glaður og orkuríkur.
Costello strömmaði sig í gang með lögum eins og „When I Paint My Masterpiece“ og „Good Year For The Roses“ og hann hitnaði vel og örugglega. „Last Boat Leaving“ var skrifað með afa hans í huga tjáði hann gestum og vangaveltur um fjölskyldu, tengsl og þess háttar voru sem rauður þráður í gegnum kvöldið. Costello var galopinn með þetta allt saman, í því felst greinilega bataferli hans hvað sorgina varðar en hann missti föður sínn síðasta haust og voru veikindi hans ástæðan fyrir því að tónleikum Costello var þá frestað. Flutningurinn var enda fallegur og einlægur. Costello óð á milli laga af festu, hans karakter liggur greinilega í því að vera ekki að tvínóna neitt við hlutina og jafnt og þétt varð hann öruggari, rennslið pottþéttara og stemningin í salnum betri. Það var síðan fyndið þegar hann spilaði lag sem hann „hatar“, „Everyday I Write The Book“ og upplýsti hann að Ron Sexsmith, það glæpsamlega vanmetna kanadíska söngvaskáld hefði kennt honum að syngja lagið, hvað sem það átti nú nákvæmlega að þýða. Costello læddi þessum slögurum sínum inn, á greinilega í nettu ástar/haturssambandi við suma þeirra en hann fetaði þetta þrönga einstigi vel. Flott t.d. hvernig hann henti „She“ (ballaða hans úr Notting Hill, sem fer ískyggilega nálægt því að vera hreinlega væmin) inn í pottinn, flutti það af mikilli smekkvísi en var um leið nokkuð um það að koma því snyrtilega frá, hratt og vel. Þannig vann hann svolítið þetta kvöld, hann hellti úr hjartanu og sinnti listrænni þörf sinni af krafti envirti um leið þá sjálfsögðu þrá áhorfenda að fá að heyra eitthvað af þeim gimsteinum sem hann á í fórum sínum. Þannig sneri hann t.a.m. skemmtilega úr „Watching The Detectives“ með aðstoð bjögunar-, áhrifs og bergmálstækja ýmis konar (og tók hatt sinn kerknislega ofan fyrir „Down By The River með Neil Young í leiðinni). Nýjasta hljóðversplata Costello, National Ransom, þar sem hann vinnur nokkuð með eldri dægurtónlistarstíla var líka viðruð þetta kvöldið reglubundið og lög þaðan, eins og „Jimmie Standing in the Rain“ og „A Slow Drag With Josephine“ voru spiluð með miklum bravúr og tilþrifum.
Síðasta lag fyrir uppklapp var svo „My Three Sons“ (áfram í fjölskyldutemanu), lag af hinni kröftugu Momofuku sem Costello gerði ásamt The Imposters árið 2008. Tandurhreinn og einlægur ástaróður föður til barna sinna. Lagið er reyndar það hreint og beint að það virðist ætla að sleikja væmnistöngina en kaldhæðnisleysið og sannferðugheitin koma í veg fyrir allt slíkt. Maður varð bara snortinn, klárt og kvitt. Eftir uppklapp settist Costello við flygilinn og flutti nýtt lag, pólitískt litað sem kallast „For More Tears“. Frábær flutningur, áleitinn og knýjandi. Hápunktur tónleikana kom svo strax þar á eftir, algerlega mergjaður flutningur á hinu magnaða „Shipbuilding“. Salinn setti hljóðan og Costello virtist týndur í tilfinningunni. Stórkostlegt. Costello var síðan ekkert að drífa sig af sviði og var farinn að púlla hálfgerðan Springsteen eins og áður segir, spilaði og spilaði og spilaði. Og ég ætla bara að segja það, ég trúi því að það hafi ekki bara verið fyrir launatékkann, svo upprifinn var okkar maður.
Jamm. Þannig var nú það. Ég myndi nefna fleiri lög ef ég hefði pláss (ég hef reyndar endalaust pláss en þið skiljið…) og ef ég hefði ekki glatað minnispunktunum. En svona var þetta nokkurn veginn. Frábærir tónleikar frá „alvöru“ tónlistarmanni. Costello kemst á sjötugsaldurinn eftir tvö ár en virðist harla langt frá því að ætla sér að slaka eitthvað á. Það er eldmóður í honum og hann er smitandi. Ég hef fylgst með þessum manni af virðingu undanfarin ár, hvernig hann skellir sér í hvert ólíkt verkefnið af fætur öðru án þess að hika. Þessi virðing hefur vaxið eftir gærkvöldið. Ég hef stundum líkt Costello við Woody Allen og þá ekki bara útlitslega. Líkt og sá meistari rýnir Costello í lífið á heimspekilegan hátt en notast við þriggja mínútna dægurlög í stað kvikmynda. En það sem mest er um vert, hann er alltaf að. Gildi listamanna felst í framkvæmdinni, að þeir séu vinnandi. Costello klikkar þanig ekki á falsmyndinni sem er finna í lagi Dylan sem hann lék í upphafi tónleikana. Verkið, meistaraverkið ef þú vilt, er nefnilega í starfinu, ekki einstökum gripum.
PS. Svo var ég að sjá lagalistann rétt í þessu, á fésbókarsvæði tónleikahaldarans, meistara Einars Bárðarsonar. Hafðu þökk fyrir listann og tónleikana Einar!:
When I Paint My Masterpiece
Red Shoes
Good Year For The Roses
Brilliant Mistake
Last Boat Leaving
She’s Pulling Out The Pin
Everyday I Write The Book
Bedlam
One Bell Ringing
Beyond Belief
She
Watching The Detectives
Quiet About It
Veronica
Church Underground
Suit Of Lights
Dr. Watson, I Presume
My Three Sons
Encore 1
A Slow Drag With Josephine
Jimmie Standing In The Rain
For More Tears
Shipbuilding
National Ransom No.9
Encore 2
Alison
Oliver’s Army
Encore 3
Who’s The Meanest Girl In Town, Josephine
A Voice In The Dark
Sulphur To Sugarcane
I Want You
Peace, Love And Understanding
11 Responses to Tónleikadómur: Elvis Costello í Hörpu (+ lagalisti!)
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Gaman hvernig hann heiðraði Doc Watson líka. Eftirminnileg gæsahúð í eftirfarandi lögum. Bedlam, Shipbuilding og I Want You. Glæsilegir og frábærir tónleikar.
I want you fór með mig. Ég var svo tryllt af hamingju inní mér að það var erfitt.
Mér sýndist einmitt einhver í sætaröðinni taka lagið upp. Gaman væri að sjá hvernig það kom út.
Ég skal láta þig vita þegar mér tekst að ná drastlinu úr símanum mínum og koma því á internetið. Tók Shipbuilding líka upp. Hljóðið reyndist vera mjög gott.
Ertu búin að deila Skipasmíðunum?
Takk fyrir dóminn. Sammála þér í öllum meginatriðum. Hér er skýringin á því hvers vegna hann þakkaði Ron Sexsmith fyrir túlkunina á Everyday I Write The Book – http://www.youtube.com/watch?v=WgYO3Se-VHk.
Þetta var frábær og sérdeilis eftirminnileg kvöldstund með MacManus í Hörpunni.
Anguzin var vízt alveg að ztanda zig, uppréttur ?
Þetta var sannarlega mögnuð upplifun með meistaranum.
Sammála þessum góða dómi. Frábærir tónleikar. Margir hápunktar en Watching the Detectives, Shipbuilding og I Want You stóðu þó uppúr.
Takk góða fólk fyrir viðgjöfina. Já, þetta voru alveg einstaklega góðir tónleikar. Það er svo þægilegt þegar maður labbar nærður og sáttur frá svona kvöldstund.