Tónleikadómur: Jólatónleikar Ian Anderson í Hallgrímskirkju
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. desember, 2016
Ian kom með jólin með sér
Íslandsvinurinn Ian Anderson hefur glatt landann reglubundið undanfarin ár með hljómleikum. Í þetta sinnið var sjálf Hallgrímskirkja undir og fengum við að njóta sérstakra jólatónleika sem þessi leiðtogi Jethro Tull hefur staðið að undanfarin tíu ár eða svo.
Fyrir harðsnúinn Tull-aðdáanda (sem ég er) og jólabarn (sem ég svo sannarlega er) var þetta eiginlega of gott til að vera satt. Jóladagskrá Ian Anderson, sem ég hef mænt til í árafjöld, loks rekin að ströndum Íslands. Hafi Birgir Daníel Birgisson og hans fólk kæra þökk fyrir að flytja þessar dásemdir inn til landsins trekk í trekk, það er alger lúxus að vera Tull-aðdáandi á landi hér!
Anderson hefur staðið að „The Jethro Tull Christmas Show“ síðan 2003 og hefur efnisskráin verið flutt í dómkirkjum víða um veröld. Andi og lagasmíðar Tull falla einkar vel að jólahátíðinni, þessi enski miðalda- og þjóðlagablær sem einatt hefur fylgt lagasmíðum Anderson er sem sérsniðinn að þessu og það vakti enga sérstaka furðu hjá mér er jólaplata með Tull leit dagsins ljós árið 2003. Í raun fullkomlega eðlilegt.
Anderson og vaskir sveinar hans, sem fylgt hafa foringjanum um allnokkra hríð, örkuðu inn á svið í feiknarstórri kirkjunni og hófu leik á ósunginni útgáfu af „God Rest Ye Merry Gentlemen“. Þvínæst kom Kór Hljómfélagsins og söng úkraínska jólalagið „Carol of the bells“ (byggt á þjóðlagastemmunni „Shchedryk“). Þvínæst einhentu Anderson og félagar sér í útgáfu af „We Three Kings of Orient are“ en núna voru þeir reyndar fimm, vegna breytrar takttegundar. Þessu lýsti Ian Anderson á kankvísan máta og tónn kvöldsins var sleginn. Afslappað, grínaktugt kvöld en helgin aldrei langt undan heldur. Indælt. Egill Ólafsson (hinn íslenski Ian Anderson!?) kom þvínæst upp á svið en hann kom fram með Anderson á tónleikum hérlendis sumarið 2013 og tóku þeir þá m.a. saman „Brúðkaupsvísur“ (nema hvað!). Í þetta skiptið las Egill hins vegar kynngimagnað ljóð Jónasar Hallgrímssonar, „Svo rís um aldir árið hvurt um sig“ (sem m.a. inniheldur þessar mögnuðu línur „en heldur vil ég kenna til og lifa“). Egill gerði sér lítið fyrir og minnti gesti og á dygðir Platóns; viskuna, hugrekkið, hófsemina og réttlætið. Voldug rödd Egils ómaði fallega um kirkjuskipið og allt var þetta eitthvað svo rétt hjá þessum mikla meistara.
Anderson og sveit spiluðu síðan hið gamalkunna Tull-lag „Christmas Song“, þar sem kaldranaleg kímnigáfa Anderson fær að njóta sín. Þvínæst var komið að góðum, sumpart óvæntum gesti, sjálfum Marc Almond sem gerði garðinn frægan með svuntuþeysaradúettinum Soft Cell á níunda áratugnum. Sumum kann að finnast hann og Anderson undarleg samsetning en allt á sér skýringar. Almond var og er mikill Tull-maður (þeir leynast víða) og fyrir helbera tilviljun rakst hann á samstarfsmann Anderson fyrir um fjórum árum sem kom honum í samband við þessa gömlu hetju hans. Eitt leiddi af öðru og Almond hefur nú komið nokkrum sinnum fram með Anderson og snaraði m.a. upp gömlu jólalagi sem Marlene Dietrich gerði frægt, „Candles Glowing“, allt með sinni einkennandi, krúnulöguðu rödd.
Enn var komið að góðum gesti, KK söng um Æðruleysið sitt og saman lögðu hann og Anderson í hið frábæra „Weathercock“ af Heavy Horses. Unnur Birna fiðluleikari og söngvari sem hefur unnið talsvert með Anderson undanfarin ár kom síðan fram og „Heyr himna smiður og „Bourée“ voru leikin.
Eftir hlé var „Holly Herald“ og „Jack in the Green“ svipt upp áður en Gunnar Gunnarsson, organisti og gítarleikari Anderson, Florian Opahle, léku sér með hina mikilúðlegu prelúdíu og fúgu Bachs í D-dúr. Almond létti síðan á málum með Soft Cell slagaranum „Say Hello, Wave Goodbye“ og í kjölfarið læddi Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur inn bæn, allt á þessum ljúfu, góðu og skemmtilegu nótum sem einkennt höfðu kvöldið.
Anderson stóðst svo greinilega ekki mátið að leika hið magnaða „My God“, sem m.a. bendir gagnrýnisfingri að kirkjunni, við þessar aðstæður en síðan var rennt í sérdeilis magnaða útgáfu af „Aqualung“ þar sem stærsta orgel landsins lék m.a. hlutverk. Hápunktur tónleikanna og það er til marks um gáfur Anderson að hann nennir ekki að vera leika þennan slagara eftir bókinni heldur setur hann í tilkomumikinn og skapandi búning.
Í uppklappi varð ég vitni að einhverju sem ég hélt að ég myndi aldrei sjá, Marc Almond syngjandi hástöfum „Locomotive Breath“. Snilld! Tveggja og hálfstíma tónleikum þar með lokið; þar sem gleði, gáski, andakt og tært rokk og ról héldust í hendur. Frábærir tónleikar og Ian, komdu sem oftast!!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012