Viðtal: Björk Guðmundsdóttir

— Ljósmynd/Viðar Logi
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. janúar.
Veröld ný og góð
Cornucopia er kvikmynd hvar samnefnd tónleikasýning Bjarkar Guðmundsdóttur er miðlæg. Þar eru þessu stórbrotna, marglaga verki gerð sannkölluð glæsiskil en Björk og hennar fólk hafa ferðast um heiminn með sýninguna í fimm ár.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með vexti og þróun Cornucopia undanfarin ár. Í gegnum þessa sýningu kannar listakonan samband náttúrunnar, tækninnar, líkamans og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist, dans og myndefni. Svo fátt eitt sé nefnt! Saman kemur þetta í einslags stafrænu leikhúsi eða eins og Björk segir sjálf „taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði.“ Sýningin sem myndina prýðir var tekin upp í Portúgal haustið 2023, í Altice-tónleikahöllinni í Lissabon, og sá Ísold Uggadóttir um leikstjórn kvikmyndarinnar. Tónlistin er að mestu af plötunni Utopia (2017) en lög af Fossora (2022) og eldri plötum koma og við sögu.
Að sjá tónleikana/sýninguna á hvíta tjaldinu er ekkert minna en magnað. Björk hefur tekist að búa til heim, heillandi og dularfullan, þar sem hugsað er listavel inn í alla þá þætti sem ég nefndi í upphafi. Sýndarveruleiki, umhverfður hljóðheimur, búningar, fjöldi leiktjalda – stafræn sem efnisleg – og sérsmíðuð hljóðfæri eins og segulharpa, ál-marimba og hring-flauta eru á meðal þess sem þarna kemur saman. Auk sérsmíðaðs bergmálsrýmis, nokkurs konar „kapellu fyrir einn“, þar sem innilegustu söngkaflarnir eru fluttir. Það er eðlilega hrífandi og hjartatosandi að sjá hvernig Björk fer „frá hjartameiðslum til fullkomins bata“ með tilstuðlan listarinnar æðstu.
Maður venst því aldrei að setjast niður með Björk, frægasta Íslendingi allra tíma. En fyrst og síðast er þetta manneskja, gleymum því ekki. Framfarasinnað tækniman en um leið af holdi og blóði. Og mikil ástríðumanneskja þegar að tónlist kemur, líkt og sá er ritar, og það var gott að spjalla við hana um þau efni. Fara á dýpið, lengst inn í útópíuna …
Á brún tækninnar
Við byrjum á því að tala um myndina sem slíka. Hverju á hún að áorka og hvað á hún að segja?
„Já, sko …,“ svarar Björk að bragði, snögg í tilsvörum, skýr og pæld. Og leyfir sér nördaða útúrdúra þegar svo ber undir. Alveg eins og það á að vera. „Þetta er heimildavinna m.a. Ég hef tekið upp efni á öllum túrum og kem því venjulega út í einhverju formi,“ rifjar hún upp. „En Cornucopia breyttist í eitthvað annað og meira. Ég var að koma úr miklum tækniheimi, vinnunni í kringum Bíófílíu t.d., og það var mjög gaman að vinna með fólki sem var þá á brún tækniuppfinninga. En ég komst svo á þann stað að mig langaði til að taka þessa hluti og setja þá upp á 19. aldar sviði. Það er svona grunnhugmyndin að verkinu. Það er mikil hleðsla þarna, sviðið brimafullt af skjáum og ég er að gera tilraun með að komast úr þessu tvívíða. Mörg laganna, eins og „Not Get“ og „Family“ voru þannig skrifuð fyrir 360° tónlistarupplifun („surround“, umhverfð/umlykjandi tónlistarupplifun).“
Björk lýsir Útópíuplötunni sem fagnaðarplötu. Blaðamaður segir að þegar hann hafi heyrt fyrsta tóninn í opnunarlaginu, „Arisen My Senses“, hafi honum liðið eins og hann væri að vakna á nýjum stað, eftir hina eðlilega þungu Vulnicura. „Já. Ég vona það,“ svarar Björk ákveðin og brosir lymskulega.
Marglaga verk
Í Cornucopia birtast margháttaðar hugmyndir. Tengsl tækninnar og mannsins, tengsl hans við umhverfið og andstæðurnar sem við erum öll að vinna með. Breyskur líkami og stálkaldar tölvur, hvað er skáldað og hvað er satt? „Grímurnar t.d. sem ég og James (Merry) erum að gera, þar sem við erum að eyða mörkunum á því hvar fantasían byrjar og endar. Hrátt andlitið á mér og ekki hrátt andlitið á mér.“
Ný og sérsmíðuð hljóðfæri eru þá notuð í sýningunni og Björk fer á flug þegar hún ræðir um hljóðfæri almennt. „Þegar fyrsta fiðlan kom í heiminn var það bara eins og úr vísindaskáldsögu. Fyrstu stóru kirkjuorgelin, fólk hélt að geimfar væri lent. Alger geimasýra (blaðamaður skellir upp úr). Svo þarf í raun að finna tónlist fyrir þetta, finna eitthvað með sál sem passar inn í þessar uppfinningar.“
Ég spyr Björk hvort hún sé að gefa feðraveldinu viljandi olnbogaskot með því að ráða konur inn í brasssveit (Wonderbrass), kór (grænlenski kórinn) og nú viibra, flautuseptettinn sem lék inn á Útópíu og hefur fylgt henni í þessu ferðalagi. Svar hennar er fróðlegt. „Já … en þetta er líka hugsað sem framlenging á mér. Ég elska „macho“-takta (karlmannlega) og ég elska að DJ-a með strákunum einhver „brutal beat“ sem skræla af manni hljóðhimnuna! Þannig að ég hef þessa hlið í mér og er mikið að hugsa um jafnvægi hvað þetta varðar. Að báðir heimarnir séu þarna á sviði alla jafna.“
Hispursleysi
Tónlistin í sýningunni byggist fyrst og síðast á Utopia-plötunni. Björk útskýrir fyrir blaðamanni og okkur hvernig Vulnicura (2015) og Utopia tengjast, þar sem síðari platan er í raun réttri úrvinnsluverk. „Vulnicura er náttúrulega sorgleg hjartabrotsplata,“ rifjar Björk upp án þess að bregða svip. Það er skemmtilega hispurslaust stuð á henni og ég græddi mögulega á því að fá fyrsta viðtal dagsins. „Á Utopia er maður kominn á nýjan stað, fokk þessi leiðindi, förum bara á einhverja eyju og spilum á flautur. Paradís. En þar er líka uppgjör og niðurstaða (lokalagið, „Future Forever“).“
Cornucopia ber með sér ákveðna framtíðarsýn, hljómar langsótt á blaði en er það í raun ekki. Draumur Bjarkar – eins og hjá okkur mörgum – snýst um tilvist þar sem menn, tækni og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi í sjálfbærum heimi. Flóknara er það nú ekki.
„Þetta er farið í gang,“ segir Björk hugsi. „Og ég held að það sé mikilvægt að hafa rödd inni í þessu. Ég er á því að svartsýni fari ekki neitt og að benda fingrum á fólk og hluti, það þýðir einfaldlega ekki. „Vandamálið er þarna en ekki hjá mér.“ Þessi hugsun fer ekki með okkur neitt. Frekar að átta sig á því að við erum hluti af mannkyninu, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ég er að hugsa um heimspeki sem tengist aðgerðahyggju. Það er tilgangslaust að vera í grjótkasti og leðjuslag sem hefur ekkert upp á sig, málið er mun frekar að byggja brýr og benda á punkta sem við eigum öll sameiginlega. Ég og Oddný Eir (Ævarsdóttir) vorum að vinna mikið saman í kringum bankahrunið og við enduðum á því að bjóða umhverfissinnanum Paul Hawken til landsins. Hann hélt fyrirlestur og ég lærði á þessum tíma að það gengur ekki að ergja sig á því hvernig ólíkar fylkingar eru að þræta.“ Björk er róleg þegar hún lýsir þessu yfir og litla herbergið okkar víbrar af zeni. „Því að eftir x langan tíma kemst fólk á svipaðan stað, þegar það lítur til baka og sér hvernig hefur spilast úr málum.“
Þetta kemur …
Ég spyr Björk að lokum hvað sé fram undan.
„Það er of snemmt að fabúlera eitthvað um það,“ segir hún íbyggin. „Ég lendi í því að „jinxa“ svona hluti, ef ég gaspra eitthvað um þá missi ég þá úr höndunum. Ef ég segði þér að ég ætlaði að gera græna plötu þá myndi ég fara heim og (setur upp stríðnissvip) „ég ætla ekki að gera græna plötu!“ Sköpunarkrafturinn er svo mikill prakkari og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Þannig að það er skynsamlegast að segja ekki neitt og komi það sem koma skal.“
Cornucopia verður sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með 1. febrúar og um heim allan síðar á árinu.
Stikkorðaský
Abba ATP Bagdad Brothers Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012