Yoko Ono: Sundraði ekki Bítlunum!!!
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. október, 2015
Já, ég er norn
• Friðarsúlan var tendruð í Viðey 9. október
• Vangaveltur um hlutverk Yoko Ono í Bítlasögunni
• Fortíðarþrá sveigir fólk inn í svarthvítar skýringar
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að horfa upp á tendrun friðarsúlunnar þarsíðasta föstudag úti í Viðey. Þetta var mögnuð stund verð ég að segja, mér finnst þetta listaverk einstaklega vel heppnað og fallegur vottur til handa John Lennon heitnum auk þess sem þetta er kraftmikil yfirlýsing um að innst inni er allt sem við viljum friður á jörð. Yoko Ono, nú á níræðisaldri, var mætt á svæðið eins og hún á vanda til og ekki annað hægt en að dást að eljunni í þessari manneskju. Þar sem ég leitaði skjóls fyrir veðri og vindum í Viðeyjarkirkju nokkru fyrir viðburðinn ásamt hópi fólks fór ég að spjalla við Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur leikkonu og dóttur hennar algerlega upp úr þurru (þrátt fyrir rigninguna). Lilju þekkti ég ekkert en vel fór á með okkur og barst talið m.a. að stöðu Yoko Ono hvað Bítlasöguna varðar, gildi hennar sem listamanns o.s.frv. Ég komst á mikið flug enda langþreyttur á viðtekinni söguskoðun hvað Ono varðar sem haldið hefur verið að okkur af feðraveldis-innblásnum ræðum frá karlmönnum sem „voru á staðnum“. Þeir skilja því allra manna best að „þetta gula sem eltir Bítlana út um allt“ var það sem eyðilagði þessa ástkæru hljómsveit. Ekkert gæti verið fjær sanni.
Fífldirfska
Skoðum þetta mál aðeins. Þegar Ono kemur fyrst inn í líf Lennon seint á árinu 1966 var hann farinn að fjarlægjast Bítlana. Eiturlyfjafikt, þunglyndi og ástleysi í hjónabandi olli því að hann var langdvölum heima við, glápandi á sjónvarpið, og McCartney tók nokkurn veginn við stjórninni í bandinu. Það er svo um vorið 1968 að Lennon og Ono byrja að vera saman, rétt áður en upptökur á Hvítu plötunni hefjast. Í því ferli vaknar Lennon, ef svo má segja og heimtar að Ono sé við hlið hans öllum stundum. Fífldirfska Lennon hvað tilraunamennsku í tónlist varðar fær svo lausan tauminn í þeim upptökum og hann fer að finna sig aftur í tónlistinni – vegna Ono. Það er í raun henni að þakka, ef það er hægt að orða það sem svo – að Bítlarnir héldu áfram störfum tvö ár til viðbótar. Þeir félagar sáu svo alveg um það sjálfir að leggja bandið niður. Margir fúlsa við tónlistarmanninum Ono en ég bendi þeim vinsamlega á plötuna Fly (1971) sem inniheldur m.a. „Mind Train“, dásamlega tilraunaglatt lag sem er eins og blanda af B 52‘s og Can. Frábært stöff. Lög Ono á kveðjuplötu þeirra hjóna, Double Fantasy, sem sögulega séð hafa verið töluð niður, vega þá skemmtilega á móti lögum Lennon, sem sleikja oft og tíðum utan í væmnistöngina. Þá er ótalið að Ono var ávallt til staðar fyrir Lennon á áttunda áratugnum en á tímabili var hann í tómu rugli og þau bjuggu ekki saman um árabil (gamli vinur Lennon, McCartney, vélaði um að þau næðu saman aftur).
Einföldun
Þessari lýjandi sýn á Ono, sem ég nefndi í upphafi, hefur verið haldið að okkur af ákveðnum valdahópi, karlmönnum einkanlega sem upplifðu breytingarmátt Bítlanna frá fyrstu hendi. Og það var greinilega sárt að sjá drauminn deyja. Það er merkilegt hvernig djúpstæð fortíðarþrá sveigir fólk inn í svarthvítar skýringar á því hvernig hlutirnir þróuðust og í því ferli er langeinfaldast að finna sökudólg. Þar lá Ono sérstaklega vel við höggi. En nú skulum við hætta þessu rugli og hugsa hlutina upp á nýtt. „It’ll be just like starting over…“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012