kkkkkkkkkkkkkk

 

Vert er að vekja athygli á Glatkistunni, ítarlegum vef um íslenska tónlist sem Helgi Jónsson stýrir. Metnaðurinn þarna er einkar tilkomumikill en Helgi hefur skráð upplýsingar um fjöldann allan af  íslenskum sveitum, oft lítt þekkt bílskúrsbönd sem þó spiluðu mikilvæga rullu í þróun íslenskrar dægurtónlistar.

Nú þegar eru á annað þúsund flytjendur með tilheyrandi umfjöllun komnir inn í grunninn, hljómsveitir, kórar, einstaklingar o.m.fl. Glatkistan hefur fleira til að bera; greinar, plötuumfjallanir, afmælisdagbók, viðburðafréttir, tenglasafn og fleira sem getur höfðað til fólks.

 

Hvet allt áhugafólk um íslenska tónlist til að kíkja þarna inn og “búkmarka” síðuna hjá sér.

 

Tagged with: