nordic music prize

 

Sælt veri fólkið

Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt í fjórða sinn í febrúar á næsta ári í Osló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. Stofnað var til verðlaunanna árið 2010 og var Jónsi okkar fyrsti sigurvegarinn. Sænski tilraunadjassistinn Goran Kajfeš hreppti svo verðlaunin fyrir árið 2011 og sænsku systurnar í First Aid Kit sigruðu í fyrra.

Síða verðlaunanna: http://nordicmusicprize.com/
Fyrri verðlaunahafar: http://nordicmusicprize.com/pages/eng/18-previous_winners
Almennt um verðlaunin: http://nordicmusicprize.com/pages/eng/6-about

Allra fyrsti liðurinn í verðlaunaferlinu er að 25 platna listi er borinn undir tæplega 100 manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Sá hópur velur af honum tíu plötur sem verða kynntar sérstaklega ásamt sambærilegum tíu platna listum frá hinum fjórum Norðurlöndunum. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum 50 plötum og verður hann gerður opinber í janúar. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum.
Já ég veit, allt saman mjög samnorrænt og skrifræðislegt!

En alltént, hér er forvalslistinn og þér/þínum miðli er frjálst að dreifa honum sem víðast. Valnefnd var skipuð þeim Arnari Eggerti Thoroddsen (formaður), Benedikt Reynissyni, Trausta Júlíussyni og Tómasi Young.

FORVALSLISTINN

(í stafrófsröð)

-Amiina – The Lighthouse Project
-Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times
-Berndsen – Planet Earth
-Bloodgroup – Tracing Echoes 
-Drangar –  Drangar 
 
-Emilíana Torrini – Tookah 
-Grísalappalísa – Ali
-Hallur Ingólfsson – Öræfi
-Hjaltalín – Enter 4 
-Íkorni – Íkorni
 
-Leaves – See You In The Afterglow
-Lay Low – Talking About The Weather 
-Mammút – Komdu til mín svarta systir 
-múm – Smilewound
-Ojba Rasta – Friður
 
-Ólafur Arnalds – For Now I Am Winter
-Ólöf Arnalds – Sudden Elevation 
-Samaris – Samaris
-Samúel Jón Samúelsson Big Band – 4 hliðar
-Sigur Rós – Kveikur 
 
-Sin Fang – Flowers 
-Snorri Helgason – Autumn Skies
-Strigaskór nr. 42 – Armadillo
-Tilbury – Northern Comfort
-Úlfur – White Mountain

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: