Eitt af undursamlegri fyrirbærum íslenskrar tónlistarmenningar er hin frábæra útgáfa/listamannahópur Bedroom Community. Háklassamerki sem gefur út efni sem dansar á mörkum dægurtónlistar og klassíkur, aðgengilegheita og jaðartölts. New York-búinn og undrabarnið Nico Muhly er einn þeirra sem þar starfa og hann hefur verið einkar öflugur í útgáfu sem og starfi fyrir aðra. Vann t.a.m. náið með Jónsa að sólóplötu hans.

Nýverið kom út fimm laga plata með Muhly, Drones & Piano, og hér á eftir fer nokkuð tæmandi fréttatilkynning um plötuna og annað sem viðkemur Muhly:

Nico Muhly – Drones & Piano

Drones & Piano er fyrsta smáskífan af þremur undir heitinu Drones eftir Nico Muhly og jafnframt fyrsta útgáfa hans hjá Bedroom Community síðan I Drink The Air Before Me kom út árið 2010. Geta áhugasamir nálgast það hér.

Smáskífan inniheldur fimm lög og var tekin upp af Paul Evans í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar, sem sá um hljóðblöndun og hljóðjöfnun. Um flutning Drones & Piano sér hinn virti píanóleikari Bruce Brubaker, auk þess sem Nadia Sirota leikur á víólu og Nico sér um auka hljóðdrunur.

Everything Everywhere All The Time – nú á netinu

Eftir að hafa verið með kvikmyndina Everything Everywhere All The Time í sýningu á netinu í takmarkaðan tíma í tengslum við Air d’Islande hátíðina er hún nú loks fáanleg á vefnum Icelandic Cinema Online.

Bedroom Community mun svo gefa út myndina auk systurmyndar hennar síðar á árinu. Systurmyndin er tónleikamynd sem sýnir lokahnykk Whale Watching Tour tónleikaferðarinnar, glæsilega tónleika sem fóru fram í Þjóðleikhúsinu og uppskáru m.a. fimm stjörnur í Fréttablaðinu.

Hér má sjá trailer fyrir Everything Everywhere All The Time og hér má líta glæsilega plakatahönnun eftir Ivan Khmelevsky.

Fyrir nýjustu upplýsingar um Bedroom Community hverju sinni, fylgið okkur á Facebook og Twitter.

Frekari upplýsingar veitir Hildur Maral Hamíðsdóttir, kynningarfulltrúi: hildur@bedroomcommunity.net

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: