This just in! Mikið hefur verið látið með söngvaskáldið Ásgeir Trausta að undanförnu og ekki að ósekju. Drengurinn er aðeins 19 ára, bróðir Steina í hjálmum (sem má heyra á söngröddinni) og ljóst að um gríðarlegt efni er að ræða. Lag hans „Sumargestur“ hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu og hefur nú setið sex vikur á vinsældarlista Rásar 2.

Nýtt lag „Leyndarmál“, er nú á leið í spilun. Lagið er eftir Ásgeir en textann á faðir hans Einar Georg Einarsson. Fyrsta breiðskífa Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, kemur svo út í ágúst og er allt efni frumsamið.

Ég má þá til með að nefna að Ásgeir leikur og með spútniksveitinni The Lovely Lion sem fór á miklum kostum í Músíktilraunum. Síðuhöfundur var einstaklega hrifin af framlagi þeirra þar.

Hér fer svo listi yfir þá sem spila á laginu nýja:

Söngur, raddir, gítar, hljómborð, píanó: Ásgeir Trausti Einarsson
Forritun: Guðm. Kristinn Jónsson
Hljómborð, bassi, forritun: Sigurður Guðmunddson
Trommur: Kristinn Snær Agnarsson
Bassi: Ingi Björn Ingason
Básúna: Samúel Jón Samúelsson
Trompet: Kjartan Hákonarson
Saxafónn: Óskar Guðjónsson

 

 

5 Responses to Nýtt lag frá Ásgeiri Trausta

  1. Haukur S Magnússon says:

    Skrýtið að maður getur ekki hlustað á lagið? Eða er hægt að gera það einhverstaðar?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers:

Plugin from the creators ofBrindes Personalizados :: More at PlulzWordpress Plugins