Rýnt í: Íslenskt dauðarokk anno 2018
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. maí, 2018
Dauðarokkið lifir
Íslendingar, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, eru hallir undir öfgarokk. Hér verður rýnt í dauðarokkssenu dagsins í dag auk þess sem nýjasta verk Beneath er sett undir smásjána.
Öfgarokkið sprettur nefnilega svo ljómandi vel hér á landi elds og ísa. Þurrkatíð kemur endrum og eins, eðlilega, en angar þessa eins og dauðarokkið, svartmálmurinn og harðkjarninn þrífast venjulega vel. Senur koma og fara, kynslóðaskipti eiga sér stað, en þorsti Íslendinga í eitthvað hratt, hátt og grimmt er mikill, eins og reyndar víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum.
Svartmálmurinn er t.d. við einstaklega góða heilsu nú um stundir en mig langar til að fjalla sérstaklega um dauðarokkið í þessum pistli, sem er við sæmilegustu heilsu sömuleiðis. Við höfum séð nokkrar bylgjur koma og fara, fyrsta bylgjan skall á upp úr 1990 (Sororicide o.fl.) og sú næsta reis á að giska fimmtán árum síðar (Severed Crotch o.fl.). Í dag fara með himinskautum m.a. Cult of Lilith, Grave Superior, Narthraal, Nexion, Úlfúð, Gruesome Glory og Devine Defilement, svo eitthvað sé nefnt. Og mektarsveitin Beneath, sem verður nú gerð að sérstöku umfjöllunarefni.
Sveitin var stofnuð veturinn 2007-2008 og hefur haft á að skipa fjölda manns í gegnum tíðina, m.a. nokkrum af hetjum fyrstu bylgjunnar. Stuttskífan Hollow Empty Void kom svo út 2010 á vegum Mordbrann Musikk en fyrsta breiðskífan, Enslaved by Fear, kom út árið 2012 á Unique Leader Records. The Barren Throne fylgdi henni eftir árið 2014 og sú nýjasta, Ephemeris, kom út í fyrra.
Beneath leggja sig eftir byljandi, en þó tæknilegu, dauðarokki og hafa haldið þeirri línu nokkuð vel í gegnum nefndar plötur. Ephemeris er ofsaleg. Gríðarkeyrsla og þyngsli, stórkostlegir tæknisprettir en aldrei á kostnað lagasmíða og áferðar, sem er vel glæst. Menn leyfa sér að stíga út fyrir formúluna (þessi geiri á það til að vera viðkvæmur fyrir slíku) og oft fær platan að anda, hægir og stemningsríkir kaflar gera vart við sig og „ódauðarokkslegir“ gítarar skreyta hljóðmyndina smekklega á köflum.
Þá ber að geta þess að Reykjavík Deathfest lýkur í kvöld en það hefur staðið yfir síðan á fimmtudaginn á Gauknum. Margar af þeim sveitum sem ég nefndi hér í upphafi hafa verið að leika þar. Beneath spila þá í júní á Húrra, fyrstu tónleikar sveitarinnar í um tvö ár en hana skipa nú þeir Benedikt Natanael Bjarnason (söngur), Jóhann Ingi Sigurðsson (gítar), Unnar Sigurðsson (gítar) og Magnús Halldór Pálsson (bassi). Jóhann tjáði blaðamanni að trymbli yrði flogið inn frá San Francisco og er það enginn annar en Gabe Seeber sem hefur m.a. leikið með Decripit Birth, Faceless, The Kennedy Veil og sjálfum Abbath. Heill sé honum og Beneath-liðum öllum!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson on Rýnt í: GDRN
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012