sveinn guðmundsson

Sveinn nokkur Guðmundsson sendi mér póst fyrir nokkru síðan og sagði mér af tilveru sinni. Í haust gaf Sveinn út plötuna Fyrir herra Spock, MacGyver og mig, sérkennilegur og forvitnilegur titill svo sannarlega. Innihaldið er „rólyndis gítarmúsík“ svo ég noti lýsingu Sveins sjálfs með sniðuglega ortum textum, varpandi skemmtilegu ljósi á lífið og tilveruna (eitt lagið heitir „Ást eða ælupest“). 

Sveinn hefur eitthvað verið spilaður í útvarpinu að eigin sögn og hefur eitthvað verið að koma fram og í ár stendur til að bæta slíkt til muna. M.a. opnaði hann vefsíðu á dögunum en þar kemur fram að hann hafi verið í nokkrum hafnfirskum bílskúrsböndum, einu reykvísku stofubandi og tveggja ára vera í karlakórnum Fjallabræður er þá líka til talinn. Sveinn stundar þá auk þess doktorsnám í mannfræði við Háskóla Íslands.

Tenglar:

http://sveinngudmundsson.blogspot.co.uk/
https://soundcloud.com/sveinngudmundsson
https://www.youtube.com/channel/UCVGFz-9bS1mH29Sj8XB22eg
https://myspace.com/sveinn.gudmundsson
https://www.facebook.com/pages/Sveinn-Gu%C3%B0mundsson/372522126212940

Tagged with: