Aldous Harding til Íslands
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. apríl, 2022.
Engin undanbrögð
Nýsjálenska tónlistarkonan Aldous Harding leikur í Hljómahöll í ágúst. Það er mikill hvalreki fyrir íslenska tónlistaraðdáendur.
Maður finnur að kófið er að minnka. Smátt og smátt. Eitt merki þess eru hreinlega fleiri tilkynningar um tónleika, veri þeir með heimabrugguðu hæfileikafólki eða erlendum gestum. Rak mig í rogastans er ég sá að Aldous Harding hefur verið bókuð til að spila í Hljómahöllinni í ágúst. Eitt af því síðasta sem ég gerði fyrir kóf var að sjá Tindersticks spila í téðri Höll, í febrúar 2020.
Harding lék reyndar á Íslandi árið 2017, á Iceland Airwaves. Kom fram í Fríkirkjunni og tróð upp í kjölfar magnaðs setts frá Báru Gísla. Ég vissi af henni þá, þó ég væri ekki á bólakafi, en ferill hennar átti heldur betur eftir að taka kipp stuttu síðar.
Harding fæddist sem Hannah Harding en tók sér listakonunafnið sem við þekkjum síðar. Hún ólst upp í bænum Lyttelton á suðureyju Nýja-Sjálands, bæ sem telur rúmlega 3.000 manns. Hann er rétt hjá borginni Christchurch, hvar Hera okkar ól manninn en Christchurch var líka varnarþing hinnar merku útgáfu Flying Nun sem gaf út tímamótanýbylgju á níunda áratugnum (The Verlaines, The Chills o.fl.). Móðir hennar er þekkt tónlistarkona, Lorina, en Aldous forðaðist lengi vel að feta í hennar fótspor.
Fyrr en varði var hún samt farin að spila með vinkonu sinni Nadiu Reid (sem er í dag með þekktari tónlistarkonum Nýja-Sjálands) og árið 2014 kom fyrsta plata hennar út, samnefnd henni. Tónlistin þar er nokkuð ólík þeirri sem hefur gefið henni frægð og frama. Einslags gotnesk þjóðlagatónlist með indíbrag og einkar áhrifarík sem slík. Söngröddin í handanheimsgír, hátónuð í hálfgerðum fornum Appalasíustíl. Galdrarnir voru þarna alveg en hún átti svo eftir að verða rammgöldrótt á næstu misserum.
Hið ægivirta 4AD fór nú að eltast við okkar konu og næsta plata, Party, kom út á þess vegum árið 2017. Upptökustjórnandi enginn annar en John Parish sem hefur unnið mikið með PJ Harvey. Tónlistin var breytt. Skríti- og jaðarpopp var orðið miðlægt, andi Nico yfir jafnvel, og tilfinnanlegt hugrekki gagnvart því að búa til eitthvað nýtt og vera ekkert að festast. „Imagining my Man“ líkast til besta dæmið um þessa nýju stefnu. Hún og Parish héldu svo áfram sínu góða samstarfi á hinni stórkostlegu Designer þar sem allt raðast saman í dásamlegu jafnvægi. „The Barrel“ sló í gegn, eins vel og hægt er að slá í gegn í neðanjarðarpoppi/rokki.
Fjórða platan, Warm Chris, kom svo út sama dag og ég hóf skrif á þessum pistli. Parish er enn á sleðunum og samstarf hans og Harding augljóslega gefandi bæði og næringarríkt. Í viðtali við Mojo er Harding spurð út í vinnuferli plötunnar og hún er afar lykluð og dularfull í öllum svörum sínum. Ég hvet þá sem eru að lesa þennan pistil að fletta upp viðtali við hana á Youtube (FaceCulture, 2019) hvar hún nær að vera afstrakt og heimspekileg um leið og hún er í djúpri einlægni og heiðarleika. Ótrúlegt að sjá þetta! Og þegar ég tala um að mig hafi rekið í rogastans þá var það nákvæmlega þannig. Fékk gleðiyl í hjartað, því að það er tiltölulega auðvelt að nema það þegar fólk er „alvöru“. Aldous Harding er þannig listakona og það verður frábært að sjá það á sviði í ágúst komandi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012