Fréttin um að Anna okkar Þorvaldsdóttir hefði hlotið tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs poppaði upp á Fésbókinni er maður hennar, Hrafn Ásgeirsson, skaut því inn á heimasvæði sínu fyrr í dag. Ég og Hrafn vorum að vinna saman í Japis ’99 og 2000 og við þekkjumst því frá fornu fari, líkt og Anna. Eðlilega fór um mann við þessar fréttir, fiðrildi á fleygiferð, enda árangurinn stórkostlegur. Anna vann til þessara verðlauna vegna verksins „Dreymi“ sem er að finna á fyrstu plötu hennar, Rhízōma, sem kom út síðasta haust. Hún er því að fá fljúgandi start á alþjóðavísu fyrir list sína.

Kolleggi minn kær á Morgunblaðinu, Árni Matthíasson, lofaði Önnu í hástert í ársuppgjöri sínu fyrir síðasta ár og valdi Rhízōma plötu ársins. Þar sagði hann m.a.: „…en þungamiðja plötunnar er Dreaming sem er frábærlega flutt af Sinfóníuhljómsveitinni og Daníel Bjarnasyni. Plata ársins.“

Tékkið á málunum gott fólk.

Hér má sjá frétt um málið á mbl.is

Vefsíða Önnu.