Neil Young og Beach Boys: Draumarnir um Ameríku…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. júní]
Gersemar vestan Atlantsála
• Neil Young og Beach Boys senda frá sér nýjar plötur á mánudaginn
• Amerísk djásn, af ólíku tagi þó
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þegar ég fór á stúfana í efnisleit fyrir pistil þennan var mér nokkur vandi á höndum. Nú á mánudaginn koma nefnilega út tvær plötur sem kalla á smá umfjöllun. Mig rak t.a.m. í rogastans þegar ég sá að Americana, ný plata með Neil Young og sveit hans Crazy Horse kæmi út nú en þessi merku „fyrirbæri“ hafa ekki unnið saman síðan 2003 eða þegar Greendale kom út.
En það er kannski merkilegri frétt, þannig, að Beach Boys eru sömuleiðis að gefa út nýja hljóðversplötu. Kallast hún hinu djúpspaka nafni That‘s Why God Made the Radio og er fyrsta plata þeirrar gerðar í tuttugu ár eða síðan Summer in Paradise kom út árið 1992. Og miðað við blammeringar þær sem Mike gamli Love hefur látið dynja á trufluðum snillingi sveitarinnar, Brian Wilson, er ótrúlegt að þetta sé að gerast.
Það er hægt að fara í bókmenntalega djúpsjávarköfunarleiki með þessi tvö mál. Njáll hinn síungi leitar aftur í aldirnar eftir innblæstri á meðan hinir hrumu Strandadrengir, sem hafa ekki beint verið þekktir fyrir að vera leitandi í list sinni undanfarna áratugi eru að myndast við það að vera ferskir. Sá ferski verður gamall og hinir gömlu verða ferskir.
Alltént, upplegg Neil Young og félaga að þessu sinni eru eins og nafn plötunnar gefur til kynna aldagömul amerísk þjóðlög. Á meðal laga sem þar er að finna eru „Oh! Susanna“, „Gallows Pole“ og „This Land Is Your Land“. Segir Neil Young sjálfur: „Þetta eru lög sem allir þekkja úr leikskóla. En við í Crazy Horse erum búnir að tálga þau til þannig að nú eru þau okkar.“ Plötunni var streymt í heild sinni fyrir tilstilli Rolling Stone í síðustu viku en það er illínáanlegt nú. Við bíðum róleg … eða þannig.
Ernir Strandadrengir
Orðrómur um að Beach Boys ætluðu að koma saman á nýjan leik fór af stað fyrir tveimur árum. Allt var á huldu um skeið en í desember síðastliðnum var hann svo staðfestur. Platan nýja helst í hendur við fimmtíu ára afmæli sveitarinnar og er hún 29. hljóðversplata hennar.
Strandadrengirnir eru í dag þeir Brian Wilson, Mike Love, Al Jardine, Bruce Johnston og David Marks en hann sást síðast með sveitinni í tengslum við Little Deuce Coupe árið 1963 – fyrir 49 árum!
Þeir frændur, Wilson og Love, komu meira að segja fram saman í viðtali í febrúar síðastliðnum og upplýstu m.a. að platan myndi enda með svítu sem samanstæði af þremur lögum, „From There and Back Again“, „Pacific Coast Highway“ og „Summer’s Gone“. Hið síðasttalda er sögufrægt, átti á tímabili að vera síðasta lagið á síðustu plötu Beach Boys en eins og við könnumst við úr poppsögunni er aldrei hægt að segja aldrei. Lagasafnið er eftir þessu, slatti af eldri lögum þarna sem eru orðin að hálfgerðum goðsögum hjá Beach Boys aðdáendum.
Johnston segir að áferðarlega minni platan á Sunflower á meðan Al Jardine tiltekur sjálfa Pet Sounds. Eigum við ekki að spyrja að leikslokum hvað slíkan samanburð varðar ;o)
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012