Þættinum hefur borist bréf!:

Lögin úr Jaðarsöngleiknum: The Tickling Death Machine

Hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! hafa sent frá sér smáskífu í sameiningu með lögum sem er að finna í jaðarsöngleiknum The Tickling Death Machine, en hann hefur farið og fer enn sigurför um heiminn með sína öfgakenndu, en furðu raunverulegu, sýn á síðustu daga mannkyns. Lögin er aðeins fáanleg á tónlistarveitunni gogoyoko.

The Tickling Death Machine verður einmitt frumsýndur á Íslandi um næstu helgi, og er aðeins um eina sýningu að ræða, en hún fer fram föstudagskvöldið 8. júní kl. 20:30 í Iðnó.

Miðasala á þennan stórbrotna listviðburð, hvar mörkin milli tveggja heima eru ítarlega könnuð, fer aðeins fram í Brim og á www.midi.is

Það er danshópurinn Shalala ehf, sem stendur að sýningu The Tickling Death Machine og lét einnig gera smá stiklu um þennan sérstæða gjörning sem sjá má hér að neðan. The Tickling Death Machine er sett upp með stuðningi frá Tónlistarsjóði, Brussels Kunstenfestival des arts og Tuborg.

Hér má svo sjá kynningarmyndband.

Nánari upplýsingar: Erna Ómarsdóttir: s: 661-2781, e: erna.shalala@gmail.com

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: