Bítlarnir: Keyrðu þeir út í skurð?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. október]
Töfrum sleginn bastarður
• Á mánudaginn verður Magical Mystery Tour Bítlanna endurútgefin
• Enn ein tilraunin til að bæta hlut þessa umdeilda verks?
Þegar súrrealísk vegamynd Bítlanna, Magical Mystery Tour, var sýnd um jólin árið 1967 í BBC var það í svart/hvítu. Ekki beint bestu útsendingarskilyrðin fyrir mynd sem umfaðmaði litríkan gleðiboðskap ástarsumarsins fræga. Myndin var fyrsta bakslagið á ferli Bítlanna sem höfðu verið á þráðbeinni leið upp á við allt síðan fyrsta smáskífan, „Love Me Do“, kom út 5. október árið 1962 (sem sagt, fyrir nákvæmlega 50 árum og einum degi!). Þeir hörðustu vilja meina að hvort sem horft sé á myndina í svart/hvítu eða ekki hafi þetta ævintýri Bítlanna verið dauðadæmt frá byrjun, hugmyndafræðin á bak við það hafi einfaldlega ekki haldið vatni, sama hvað Paul McCartney reyni að verja það en hann var potturinn og pannan í því.
Engin jarðtenging
Tímamótaverkið Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band hafði óhjákvæmilega ákveðinn niðurtúr í för með sér en það verk kom út um sumarið 1967. En McCartney, vinnuhestur bandsins, reif félaga sína upp um haustið og lagði til að þeir myndu gera kvikmynd.
Bítlarnir leigðu sér rútu, fylltu hana af furðufuglum og keyrðu út á land, án handrits, og leyfðu hlutunum að gerast, leyfðu þeim að „fljúga frjálsum“ eins og andi tímans sagði til um. Ian MacDonald, einn helsti Bítlafræðingur heims og höfundur hinnar áhrifamiklu Revolution in the Head segir í þeirri bók að myndin væri sönnun þess að Bítlarnir hefðu misst jarðtengingu þetta árið, hefðu verið á því að þeir gætu boðið fólki upp á hvað sem er. Sjálfsgagnrýnin hefði gufað upp með hinni geigvænlegu frægð og stöðugt vaxandi lyfjaneyslu.
Myndin var tekin upp á tveimur vikum, yfir tíu tímar rötuðu inn á band en ekki nema 52 mínútur enduðu á skjáum breskra áhorfenda um jólaleytið og fólk var síður en svo sátt. Þeir félagar, meira að segja McCartney, reyndu árin á eftir að hvítþvo sig af því hver hefði átt hugmyndina þó að McCartey gangist glaður við henni nú enda er allt sem Bítlarnir gerðu skíra gull í huga fólks í dag.
Glás
Myndin kemur út á nýjan leik eftir helgina á mynd- og blágeisladiski og er búið að hreinsa upp bæði hljóð og mynd (og verður hún líka sýnd í völdum kvikmyndahúsum víða um heim af þessu tilefni en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert). Fyrir þá lengst gengnu er sérstakur safnkassi í boði þar sem m.a. er að finna 60 síðna bók og endurútgáfu á stuttskífunni sem kom út upprunalega árið 1967 sem tvöföld sjötomma.
Glás af fráklippi verður þá að finna þarna auk þess sem ný viðtöl við Paul McCartney og Ringo Starr eru á diskunum. Yfirtal leikstjóra sem oft er í boði á svona útgáfum er þá í höndunum á McCartney. Góða skemmtun – eða ekki.
3 Responses to Bítlarnir: Keyrðu þeir út í skurð?
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Gaman að þessu!
Fór á magical m.tour í bíó nýlega og hún var að mestu léleg, það var eiginlega ekkert 'point' í henni og jafnvel sem vitleysisgangur var hún ekki fyndin, en einstaka glefsur voru flottar, eins og músíkin sem kemur af og til inní, sem er einstaklega gaman að heyra í bíóhljóðkerfi, t.d. fool on the hill og your mother should know. Ég varð reyndar f. miklum vonbrigðum því ég misskildi eitt, hélt að side 2 af plötunni væri í myndinni! (sem er með magnaðri lögum)
Gaman og fróðlegt að lesa svona dóm um myndina Ari. Ég hef aldrei séð hana nema í glefsum en trúi því vel sem þú ert að segja.