Aztec Camera: Undrið frá Skotlandi
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, þriðjudaginn 2. október]
Hinn frjói og frækilegi Roddy Frame
• Íburðarmikil endurútgáfa á verkum Aztec Camera komin út
• Er þessi einsmannssveit Roddy Frame best geymda leyndarmál Skotlands?
Það vantar ekki gæðatónlistina hér í Skotlandi. Jesus & Mary Chain, Belle & Sebastian, Mogwai, Orange Juice, Josef K, Big Country, Runrig, Primal Scream, Proclaimers (já, fjandakornið!), Simple Minds, Beta Band, Associates, Teenage Fanclub. Og ég er bara í hljómsveitunum. Og hörðustu Skotar láta heiminn ekki gleyma því að meðlimir AC/DC eru fæddir í landinu (og David Byrne úr Talking Heads líka. Og…)
Sumir sverja þó og sárt við leggja að engin sveit standi Aztec Camera framar, nýbylgjupoppsveit sem leidd var af undrabarninu Roddy Frame. Þessi bjargfasta trú sumra lýtur fyrst og fremst að sokkabandsárum hennar upp úr 1980 en ferillinn átti þó eftir að teygjast fram á tíunda áratuginn. Útgáfufyrirtækið Edsel endurútgaf sex hljóðversplötur Aztec Camera í endaðan ágúst, í forláta bókaöskjum. Eru þrjár þeirra í formi tveggja diska og allar geyma þær gnótt af aukaefni.
Óbragð í munni
Frame var sextán ára þegar Aztec Camera varð til árið 1980 í bænum East-Kilbride rétt hjá Glasgow. Mikill gegnumtrekkur einkenndi meðlimaskipan fyrstu árin en Frame var alla tíð höfuð sveitarinnar. Craig Gannon (The Smiths) og Malcolm Ross (Josef K, Orange Juice) voru á meðal þeirra sem léku með honum. Fyrstu lög Frame undir Aztec Camera-hattinum birtust á safnsnældu en fyrsta útgáfan sem vakti athygli var tveggja laga sjötomma sem kom út á vegum hins áhrifaríka Postcard Records í Glasgow.
Fyrsta stóra platan, High Land, Hard Rain, kom svo út árið 1983 á vegum Rough Trade og vakti mikla athygli í neðanjarðarrokksheimum. Innihaldið lífrænt, nýbylgjuskotið kassagítarpopp með rætur í síðpönki, ef ekki í hljómnum þá í listrænni afstöðu til þess hvernig gera ætti hlutina. Platan þótti kærkomið mótefni við alltumlykjandi svuntuþeysarapoppið en þegar mátti þó heyra að Frame var lagið að semja grípandi laglínur. Þeim var lyft hærra á næstu plötu, Knife, en hljóðupptökur og útsetningar þar voru í höndum Marks Knopflers, já, þess mikla meistara úr Dire Straits. Platan þótti því eðlilega svik við málstaðinn hjá hökustrjúkurunum en tíminn hefur unnið með verkinu.
Á þriðju plötunni fór Frame hins vegar alla leið með útvarpspoppið, Love (1987) var meðvituð tilraun til að brjóta Ameríkumarkað á bak aftur og innihaldið silkimjúkar og glansandi smíðar eins og „Somewhere in my Heart“ og „Working in a Goldmine“. Ameríkumarkaður gaf ekki eftir en platan naut vinsælda í heimalandinu. Indítöffararnir voru hins vegar með óbragð í munni enn.
Eftir Love hvarf Aztec Camera nokkurn veginn út af radarnum. Stray (1990) var bretapoppsleg og féll nokkuð flatt og Dreamland (1993) gerði svo gott sem engan skurk en þar sá Ryuichi Sakamoto um hljóðmynd. Síðasta platan, Frestonia (1995), þykir prýðileg og gott betur en þegar hér var komið sögu voru allir hættir að hlusta – utan hörðustu aðdáendur.
Hvar er Frame?
Roddy Frame lagði nafninu Aztec Camera eftir Frestonia og hefur síðan þá gefið út nokkrar sólóplötur, sú síðasta kom út 2006. Frame heldur tónleika annað slagið og er þá jafnan uppselt. Hann er ekkert í felum en tekur hlutunum með stóískri ró greinilega – líður áfram ekki ólíkt sínum þekkilegu tónsmíðum sem nú er hægt er að baða sig upp úr á nýjan leik eins og enginn væri morgundagurinn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012