Bryan Ferry: Hr. Svalur
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. janúar, 2013]
Herramannsdjass
• Bryan Ferry endurvinnur tónlist sína í gömlum djassstíl
• Platan The Jazz Age er ósungin með öllu
Tónleikar Bryans Ferry í Hörpu nú í sumar eru enn í fersku minni. Orðið „séntilmaður“ virðist hafa verið sérsniðið fyrir þennan mann og lék hann við hvurn sinn fingur í Eldborginni, renndi sér með hægð í gegnum helstu smelli sína og lék á slaghörpuna er það átti við. Virkni hefur verið með mesta móti hjá Ferry undanfarin misseri, í Hörpu var hann m.a. að flytja efni af nýrri hljóðversplötu frá 2010, Olympia og nú um daginn var hann mættur í tveggja tíma viðtal í BBC2, m.a. til að tala um spánýja plötu, The Jazz Age, sem kom út í endaðan nóvember en á þeirri plötu eru lög Ferry klædd í djassbúning að hætti þriðja áratugarins. Hljómar eins og „eðlilegt“ skref hjá þessum meistara en Karl Blöndal orðaði það svo, þegar hann rýndi í áðurnefnda tónleika fyrir blaðið: „Erfitt er að verjast þeirri tilhugsun að hann byrji daginn á að klæða sig í smóking, þótt hann reyni að bera á móti því.“
Yfir til þín
Ég ætlaði ekki að nenna að hlusta á þessa plötu Ferry. Sá fyrst bara orðið „jazz“ og ímyndaði mér hefðbundna djassyfirhalningu, Ferry raulandi lögin yfir steingeldum stórsveitarútgáfum a la Michael Bublé. En síðan slysaðist ég til að heyra brot úr einu þeirra. Og sjá (eða „og heyrið…“ öllu heldur), yfir mig dundi hrár, sveiflukenndur og ómstríður djass beint frá … tja … því tímabili sem Ferry er að heiðra. The Great Gatsby. Opnunarrammarnir í Woody Allen mynd. Charleston. Duke Ellington. Josephine Baker. Svart/hvítar, reykfylltar bíómyndir með smókingklæddum mönnum og konum í pallíettukjólum. Allar þessar ímyndir streymdu í gegnum hausinn þessar fáu sekúndur sem ég heyrði af laginu. Tónlistin á plötunni er öll ósungin en það sem meira er, hljómurinn er eins og hann komi af rispaðri 78 snúninga plötu; fjarlægur, gamall og rómantískur. Ótrúlega nákvæm eftirlíking, líkt og maður sé að hlusta á tónlist sem tekin var upp á þeim tíma. Ferry hefur í gegnum tíðina stundað það að taka efni annarra höfunda og fara um það sínum eigin stimamjúku höndum en í þetta sinnið snýr hann þessu við, leyfir heilum stíl að yfirtaka eigin lög. En af hverju? Yfir til þín Ferry…
Tákn
Sá svali segir á heimasíðu sinni að plötunni sé ætlað að marka fjörutíu ára afmæli hans sem lagasmiðs. Ekki eitt einasta lag er sungið eins og áður segir og útspilið verður því að teljast nokkuð djarft enda Ferry helst þekktur sem söngvari þó hann sé reyndar orðinn að einhvers konar tákni um óræða persónutöfra, stíl og sjarma í seinni tíð. Það er kannski einmitt þessi staðreynd sem gerir honum þetta kleift. Hann kemst upp með þetta. Ferry segist hlusta mikið á ósungna tónlist í dag og fyrsta ástin hafi verið djass. Hann hefur áður vottað því formi virðingu sína, með plötunni As Time Goes By (1999) en þar var fjórði áratugurinn hins vegar undir. „Ég hlusta mikið á Charlie Parker, Ornette Coleman, djass frá fimmta og sjötta áratugnum. Nýverið hef ég hins vegar verið að færa mig aftar, til þessa tíma sem ég er að gera skil, þessari gullöld á millistríðsárunum.“ Platan lætur vel í eyrum. Þetta er þægileg tónlist og undarlegt að heyra hvernig lög eins og „Do the Strand“ og „Love Is the Drug“ skríða svo gott sem eðlilega í þennan ham. Ég veit samt ekki hvort að það sé nýjabrumið sem sé að blinda mig. Það á eftir að koma í ljós. Í öllu falli hefur Ferry þau völd að geta opnað eyru margra fyrir þessu merka skeiði í tónlistarsögunni, tónlist sem þeir hefðu líkast til aldrei lagt sig eftir annars.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012