Dum Dum Girls: Strengd á gröfina…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 25. janúar, 2014]
Ekki svo vitlaus …
• Dum Dum Girls gefa út þriðju breiðskífu sína
• Ofurstíliseruð pakkning en innihaldið gjöfult
Það verður seint sagt að Dum Dum Girls séu ekki með útlitið á hreinu. Allar myndir af sveitinni, hvort sem þær eru uppstilltar eða teknar á tónleikum, eru stíliseraðar upp í topp.
Meðlimir með þennan fjarræna, ofursvala og værukæra svip, klæðnaðurinn svört/hvít gotaklæði sem dansa á mörkum Viktoríu- og pönktímans. Þetta samræmda útlit, þar sem allar lykkjur og blúndur eru kirfilega á sínum stað, er vissulega tilkomumikið og áhrifaríkt en því miður er það ekki svo að maður nemi tónlist með augunum. Það var því gleðilegt að heyra að hún er heldur ekkert slor; smekklega útfært sjöunda áratugar popp með heilnæmum slatta af blómanýbylgju níunda áratugarins og allt reyrt saman með gaddavír. Jesus & Mary Chain og Shangri-La‘s saman undir sæng.
Tyrfið
Upphaf sveitarinnar má rekja til svefnherbergisdútls leiðtogans Dee Dee Penny (eða Kirstin Gundred eins og mamma hennar nefndi hana). Fyrsta útgáfan var samnefndur fimm laga geisladiskur sem Dee Dee brenndi sjálf í hundrað eintökum árið 2008. Sú plata og önnur stuttskífa sem kom út ári síðar vöktu það mikla athygli að mektarútgáfan Sub Pop gerði samning við Dee Dee. Fyrsta breiðskífan, I Will Be, kom reyndar fyrst út árið 2010 á smámerkinu HoZac Records en síðar á því ári gaf Sub Pop sömu plötu út með þeim krafti sem fyrirtæki af slíkri gráðu býr yfir. Önnur breiðskífa, Only in Dreams, kom út strax ári síðar og Dum Dum Girls flugu hátt í kjölfarið, spiluðu á fjölda tónleika og komust inn í flesta þá tónlistarmiðla sem máli skipta.
Útgáfusaga Dum Dum Girls er nokkuð tyrfin; alls kyns plötur hjá hinum ýmsu útgáfum og fjöldi laga á hinum ýmsu safnplötum. Dee Dee er iðin við kolann og auk þess að sinna eigin sveit starfar hún reglulega með öðrum tónlistarmönnum og gefur út. Síðasta útgáfa Dum Dum Girls var fimm laga stuttskífa, hin mjög svo prýðilega End of Daze (2012). Talsverðar mannabreytingar hafa og orðið á sveitinni í gegnum tíðina og í dag er það svo að Dee Dee sér alfarið um hljóðvershliðina og bandið því í raun aðeins tónleikaband. Þannig leika bara tveir aðilar inn á nýjustu plötuna, Too True, Dee Dee og upptökustjórnandinn Sune Rose Wagner (The Raveonettes). Dee Dee hefur lýst því að alla ævi hafi hún vanist því að vinna sleitulaust en eftir að End of Daze kom út hafi hún hvílst, nánast án þess að hún vildi það. End of Daze hafi verið mikið réttnefni og hún ræðir um tilurð plötunnar á opinberri síðu Dum Dum Girls.
Eitilhörð
„Ég lokaði mig af sumarið 2012 í íbúðinni minni í New York og beið eftir að andinn kæmi yfir mig,“ segir hún en hún fluttist þangað frá heimaborginni Los Angeles árið 2011. Lög hrönnuðust fljótlega upp og vopnuð tíu stykkjum skellti hún sér til Los Angeles til að klára dæmið. Babb kom þá í bátinn þar sem rödd Dee Dee hvarf og hún sneri aftur til Eplisins með skottið á milli lappa. Þurrkatímabil hófst, efinn og systir hans, angist, flögruðu í kringum hina annars eitilhörðu Dee Dee. Fljótlega sá hún þó að þessi aukatími, þetta hlé, var dulbúin gæfa eftir allt saman. Það fór að birta til og hún hóf að vinna texta, innblásna af höfundum eins og Rainer Maria Rilke, Anaïs Nin, Arthur Rimbaud, Paul Verlaine, Charles Baudelaire og Sylviu Plath og einnig fékk hún óbeinan stuðning að eigin sögn frá Patti Smith og Lou Reed, „andlegum“ foreldrum sínum.
Röddin sneri líka aftur undir rest og Dee Dee tók upp allan sönginn ein og óstudd í svefnherberginu sínu. Sumpart hljómar þetta allt saman klisjulega og tilgerðarlega en Dee Dee, eins óvitlaus og hún er, er alveg meðvituð um þann þátt líka. Og því er ekki annað hægt en að hrífast af einlægu niðurlagi hálfgerðrar stefnuyfirlýsingar sem hún birtir á heimasíðunni en þar segir hún kinnroðalaust: „Það er aldrei tilgerðarlegt að skynja og skapa…“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012