Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. febrúar, 2016
„Kósí lítil lög…“
• Úrslitin í Söngvakeppninni ráðast í kvöld
• Rýnt af alefli sem alúð í lögin sex sem keppa í Laugardalshöll
Einu sinni á ári kemur landslýður saman og hártogast um dægurtónlist og gildir þá einu hvort um er að ræða leikskólabörn eða ömmu gömlu. Einu sinni á ári finnur þú þig á gangi háskólans að ræða gildi viðlagsins í einhverju Eurovision-laginu ásamt Gumma frænda og háskólaprófessor sem dróst að heitum samræðunum. Einu sinni á ári ætlar þú varla að nenna að fylgjast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en áður en þú veist af ertu djúpt sokkinn og allt í einu er „eitthvað við þetta“ lag sem þér fannst alveg síðasta sort fyrir tveimur vikum. Samfélagsleg virkni keppninnar sem allir hata að elska og elska að hata er dásamleg. Hér fara pælingar mínar um þau lög sem keppa til úrslita í ár hér á landi elds og ísa.
Hear them calling / Raddirnar
Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi: Greta Salóme Stefánsdóttir
Draumkennt upphaf sem svo snýst upp í taktvissa framvindu, ættbálkatrommur lúra undir en svo er blástur í viðlaginu og þessi hrópandi, klappandi samsöngur að hætti Of Monsters And Men sem er afar móðins nú um stundir. Það er knýjandi kraftur í textanum; ótti, hræðsla og dularfullar raddir á sveimi. Lagið er vel samið upp á þessi drífandi einkenni, versin halda manni spenntum fyrir viðlagið sem svo springur út af krafti. Epíkin er þó ekki yfirdrifin, þetta er allt í smekklegu jafnvægi. OMAM í Eurovision-gír í raun, vel yfir meðallagi en sigrar þetta varla, ef ég á að leggja kaldan dóm á þetta.
I promised you then / Hugur minn er
Lag og texti: Þórunn Erna Clausen.
Flytjendur: Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafsdóttir
Fremur hefðbundin smíð í millitakti, sígildur Eurovision-dúett og dálítið miðevrópskur að sniði. Ábúðarfullt nokkuð, allt er undir því hvort Hjörtur og Erna ná sannfærandi tengingu sem þau og gera. Erna er fyrirtaks söngkona og gerir þetta af fagmennsku og leggur tilfinningu í flutninginn. Hjörtur er og góður, kannski fullviðkvæmnislegur, en viðlaginu rúlla þau upp á sannfærandi hátt. Lagið geldur helst fyrir að vera aðeins of venjulegt, versin eru þá betri en viðlagið, sem siglir um of kunnugar strendur.
Eye of the storm / Óstöðvandi
Lag: Kristinn Sigurpáll Sturluson, Ylva Persson og Linda Persson
Texti: Ylva Persson og Linda Persson
Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir
Hráar rafgítarstrokur opna þetta lag en fljótlega kemur Karlotta inn af krafti og beitir m.a. fyrir sig Adele-legum fraseringum í söngnum. Það er ekki annað hægt en að dást að söng hennar, þó að hann sé fullstælalegur á stundum. Lagið er þó fullflatt, viðlagið er ekki alveg að gera sig, það vantar meiri brodd þar og svipaða sögu er að segja af versunum. Það er sett smá túrbó í smíðina undir restina með lögboðinni hækkun en sú brella gerir lítið fyrir heildina.
Ready to break free / Springum yfir heiminn
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti: Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Píanóstef í upphafi, melódísk sönglína frá Þórdísi og undirliggjandi drama og svo skipt harkalega yfir í hipp-hoppið. Hér eru menn með á nótunum og sambland Guðmundar og Þórdísar giska vel heppnað. Lagið á þó meira undir þessum umbúnaði fremur en eiginlegu innihaldi, lagið sjálft er svona la la að gæðum. Undir endann er meira að segja OMAM-viðlagi hent inn (oooó-oooó-oooó) , svona til að hafa þetta alveg öruggt ábyggilega! Það er stíll yfir þessu, ungæðislegt og smart og þetta gæti farið langt.
Á ný
Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi: Elísabet Ormslev
Stóreflis smíð þetta og Elísabet stendur í stafni, keik og klár, enda á hún ekki langt að sækja sönghæfileikana. Adele-blær yfir þó að Elísabet sé síst að apa eftir henni í söngstíl. Það er svona lúmskur kraftur í henni, hún heldur smekklega aftur af sér út í gegn en lætur svo vaða – temmilega þó – í viðlaginu. Greta Salóme er einkar lagið að semja svona nett óperuleg popplög, hún fer aldrei út í algjöra geðveiki í epíkinni heldur er með bönd á henni út í gegn og eiginlega stríðir okkur þannig. Það er eitthvað aðlaðandi við þetta lag og náttúruleg útgeislun Elísabetar gerir mikið fyrir það.
Now / Augnablik
Lag: Alma Guðmundsdóttir og James Wong
Texti: Alma Guðmundsdóttir og James Wong
Flytjandi: Alda Dís Arnardóttir
Alda er söngkona af Guðs náð og hún afgreiðir þessa smíð af mikilli list. Þetta er haganlega samið lag og módernískt, höfundar greinilega eldri en tvævetur í popplagabransanum sem er og raunin. Framvindan er áreynslulaus, Alda fylgir laglínunni snurðulaust og bakraddir styðja við á áhrifaríkan hátt. Versið er smekklegt og viðlagið punkturinn yfir i-ið einhvern veginn. Lagið er hæglega það besta sem er í boði hér, það hefur „gripið mig“ og gæti „gripið hvern sem er“ en við spyrjum að leikslokum. Það er allt mögulegt í Eurovision.
3 Responses to Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Þó Júróvisjón sé ógeð þá finnst mér gaman að sjá allar þessar konur sem höfunda.
Gaman að sjá svona faglega umfjöllun. Mér finnst þú reyndar fara mjög mjúkum höndum um lögin. Það er stutt í klisjurnar í sumum þeirra, sérstaklega í sigurlaginu, sem að minu mati er bæði fyrirsjáanlegt og tilgerðarlegt þó það búi yfir tíguleik. Að leika eftir sigurlag síðasta árs er aldrei vænlegt til árangurs (nú vísa ég í sviðsmyndina). En ég er fyllilega sammála niðurstöðunni. Lag Öldu er hæglega það besta. Það eina sem vinnur gegn því er kaflinn sem fylgir hækkuninni. Þá "reynir" hún of mikið í stað þess að láta fegurð laglínunnar og eigin raddar að njóta sín. En þetta var fallegur flutningur sem hefði verið sérlega glæsilegt framlag úti.
Handcrafted Frozen Chicken