Rýnt í Geisla…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. febrúar, 2015
Geislaveisla
Styrmir Sigurðsson, tónlistar-, kvikmynda- og auglýsingagerðarmaður, hefur sinnt margvíslegum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina og í gegnum það nýjasta, hljómsveitina Geisla, varpar hann ljósi á kvikmyndalegt rökkurpopp ef svo mætti segja…
Eins og sjá má í inngangi er Styrmi Sigurðssyni margt til lista lagt og í tónlistinni hefur hann verið furðu fjölær, meira en margur skyldi ætla. Kornungur lék hann t.a.m. á hljómborð og hljóðgervla með Pax Vobis og Grafík og 2010 kom út plata með dúettinum Belafonte sem var skipaður honum og Söru Marti Guðmundsdóttur (Lhooq) en tónlistin þar var svalt og stílhreint kokteilpopp sem kallaði fram nöfn eins og Moloko og Pizzicato 5. Styrmir býr yfir nokkuð sterkum einkennum sem tónsmiður og maður heyrir um leið að þetta er hann þegar lög Geisla fara… öö… undir geislann, glögglega má greina handbragðið sem var á Belafonte þó áherslur séu aðrar.
Hljómsveitin, sem hefur verið til í u.þ.b. þrjú ár, var stofnuð upp úr djasspíanónámi Styrmis við FÍH sem hann smellti sér í um líkt leyti. Þar á setningin „valinn maður í hverju rúmi“ vel við en ásamt Styrmi eru Geislar þau Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Fólk hefur getað numið töfra hópsins á völdum hljómleikum og áttu þau t.d. glæsta innkomu á liðinni Airwaves-hátíð, hvar hljómagaldurinn var svo gott sem fullkominn (ég meina, þið sjáið hverjir eru í bandinu!). Einnig liggur fyrir ein plata, Containing the Dark, þar sem hægt er að leggjast betur yfir pælingar Styrmis með þessu verkefni. Þar er að finna átta lög, öll eftir Styrmi, en Dóra Ísleifsdóttir leggur til texta. Svo ég haldi áfram Belafonte-samanburði þá hefur glampandi krómi verið skipt út fyrir næturþelsdramatík; rökkurpopp þar sem einslags kvikmyndaleg epík og seiðandi, djassaðar stemmur leiðast hönd í hönd. Sigríður Thorlacius syngur líkt og hún standi uppi á sviði í ólöglegum næturklúbbi í Chicago á fjórða áratugnum og framvindan er í líki gamallrar, svarthvítrar filmu (eða svargrárrar jafnvel). Tónlistin lykst um mann og það er nánast eins og vindlareyk leggi úr Celestion-hátölurunum mínum. Textahendingar styðja oft fallega við, „Don‘t forget about your sorrow/It‘s the most enchanting thing“, segir t.d. í „Secret“. Þrælmögnuð lína. Umslagið – og titill plötunnar – undirstingur ákveðna melankólíu enn frekar. Par liggur nakið, sveipað hulu og myndar hjarta. Titillinn „Containing the Dark“ á milli þeirra. Eru það þau sem innihalda „myrkrið“ og eru textarnir og platan úrvinnsla á sorg eða hvað? Ég er mögulega að ofhugsa þetta en ýmsar spurningar vöknuðu við að marinera sig í verkinu.
Platan skríður rökrétt áfram og samhengi er gott. Undir restina er flæðið brotið aðeins upp. „Double fling“ er í gamaldags djassstíl, „Resolution in Revolution“ er hálfgert djamm, meira til að fylla upp í plötuna en nokkuð annað hygg ég en heildinni þó algerlega að meinalausu.
Styrmir Sigurðsson á fullt erindi á vettvang tónlistarinnar, þetta er klassastöff eins og sagt er, og það má segja að hans lúxusvandamál sé hversu klár hann er á svo mörgum, en þó tengdum sviðum. Við vinnslu greinarinnar/dómsins/pistilsins spurði ég hann hvort bandið væri að leggja í einhverja vinnu á næstunni og hann sagði mér að það væri svolítið eins og að skipuleggja leiðtogafund, ef það ætti að koma þessum mannskap saman. Sjáumst í Höfða.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012