Plötudómur: Tonik Ensemble – Snapshots
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. febrúar, 2016
Höfugt, áreynslulaust streymi…
Snapshots er plata Tonik Ensemble en þar fer Anton Kaldal Ágústsson með öll völd. Söngvarar á þessari plötu eru Hörður Már Bjarnason (M-Band), Jóhann Kristinsson, Ragnhildur Gísladóttir og Shipsi. Einnig leika Tumi Árnason (saxófónn), Veronique Jacques (selló) og Þórður Hermannsson (selló) á plötunni.
Anton Kaldal er eldri en tvævetur hvað íslenska raftónlist varðar og hefur gefið út slatta af efni undir nafninu Tonik á umliðnum árum. Snapshots er hins vegar það fyrsta sem hann gerir undir nafninu Tonik Ensemble og er viðskeytinu ætlað að undirstrika að þetta er ekki bundið við svefnherbergisdútl, hér er unnið með hljómsveitahugtakið og Anton hefur gert nokkuð af því að þróa þennan nýja hljóðheim á tónleikum, þar sem söngvarar og hljóðfæraleikarar koma við sögu. Skemmst er frá því að segja að þessi samsetning er algerlega að virka og Snapshots hæglega ein af betri plötum sem út komu hérlendis á síðasta ári.
Anton er á mála hjá atomnation, er með ágæta dreifingu erlendis og er það vel. Á vissan hátt má segja að hann sé blóm sem hefur tekið sér tímann sinn í að springa að fullu út, bæði hvað varðar ferilinn og svo þessa plötu hér en hún var unnin á um fimm ára tímabili.
Innihaldið er lífræn „hús“-tónlist ef svo má kalla („house“), eiginlega djúphús en slitrur af teknói og sveimi eru þarna líka. Þetta er plata sem tekur sinn tíma í að sökkva inn en verðlaunar eftir því. Hvert og eitt lag er haglega ofið, hljóðrásum sem innihalda trommutakta, bassa, strengi, áhrifshljóð og söng er listavel fléttað saman þannig að úr verður höfugt og áreynslulaust streymi. Það er úthugsað jafnvægi í öllu, ekkert sem ógnar því að stela sviðsljósinu af hinu, allt vinnur þetta saman á ególausan hátt (þið afsakið frjálslega notkun mína á egóhugtakinu).
Að því leytinu til er þetta eitt og óslitið ferðalag, lögin búa öll yfir þessu einkenni en þó eru lúmsk blæbrigði á sveimi. „Prelude“ opnar plötuna þar sem heyra má hljóð sem minna á snarkandi eld undir hljómfögrum og seiðandi söng. Áhrifamikið, dulúðugt og gæti þess vegna verið upphafsstef einhverrar þungarokksplötunnar. „Landscapes“ er hins vegar í meira dægurlagaformi, sungið af Röggu Gísla og enn eitt tilbrigðið við hústónlist Antons má og finna í „Powers of Ten“ sem er melankólískt og nokkuð tilraunakennt. Það lag er líkast til besta dæmið um þann fumlausa árangur sem er að nást hér, þar sem samsláttur raftónlistar, tilfinningaþrungins söngs og svo hljóðfæraleiks (selló og saxafónn) mætist glæsilega í einum skurðpunkti. Hörður Már Bjarnason syngur lagið frábærlega og á stórleik á plötunni. Plötunni er lokað með „Until We Meet Again“, einkar melódískri og fallegri smíð og önnur lög rúlla áfram af reisn eins og lýst hefur verið. Það er pláss fyrir orðið „vandað“ hérna en alls ekki í einhverri sterílli merkingu, heldur er svo auðheyranlegt að hér hefur virkilega verið legið yfir málum. Umslagið hér er þá einkar vel heppnað, er eftir Jack Vanzet sem hefur m.a. unnið með Chet Faker. Allur pakkinn er þannig einkar aðlaðandi. Stórgott stöff!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012