Rýnt í Reykjavíkurdætur…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. mars, 2016
„Svo ógeðslega nett …“
Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust í þætti Gísla Marteins, sitt sýndist hverjum og samfélagsmiðlar fóru á hliðina með glans. Dæturnar hafa nú verið starfandi í rúm tvö ár og m.a. beitt sér fyrir hressandi kynjapólitík í gegnum margvíslega miðla eins og lög, myndbönd, ljósmyndir og sviðsframkomu.
Það þarf ekki mikið til að fá þessa litlu þjóð upp á afturlappirnar. Eða a.m.k. lítur það þannig út. Fólk í stærri ríkjum hefur nákvæmlega sömu þörf fyrir að hneykslast og hrósa og við en í litlu samfélagi finnst manni eins og allir og amma þín líka séu að tuða eða rífast yfir einhverju málinu. Tilkoma samfélagsmiðla eykur á þessa tilfinningu, það er eins og allir séu með skoðun á þessu eina máli – hversu lítilmótleg sem hún kann að vera. Þannig fannst manni hlutirnir vera eftir að Reykjavíkurdætur mættu til Gísla Marteins og fluttu þar lagið „Ógeðsleg“ með tilþrifum, sveifluðu gervilim og hentu út línum eins og „Sjúgðu á mér snípinn, tík“. Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr settinu í miðju atriði, lýsti skoðun sinni á því með tísti á Twitter og barbabrella; allt fór af stað. Samfélagsmiðlar eru oft – eins og þið þekkið – ormagryfja þar sem umræðuþræðir leiðast einatt út í hvassyrði, dónaskap, almenna vitleysu og, oftar en ekki, vangaveltur um hvort flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni eður ei í bland. Þessi umræða var ekki undanþegin slíku rugli en innan um voru athyglisverðir punktar, nema hvað.
En tónlistin?
En það sem vill gleymast í svona fári er sjálf tónlistin. Þó að dægurtónlistin hafi alla tíð, frá Presley og áfram, verið umvafin öðrum þáttum sem skipta oft sköpum (ímynd o.s.frv.) verðum við um leið að passa að hún verði ekki gjörsamlega fótum troðin af þeim. Þannig að, já, tökum hljómsveitina Reykjavíkurdætur aðeins út fyrir sviga. Hvað er þetta? Rapp, hipp-hopp sannarlega, margar raddir og ólíkar, sumar flottar og aðrar ekki eins flottar. Eitt það besta í allri þessari umræðu eru umkvartanir um að Dæturnar séu lélegar, kunni ekki að rappa o.s.frv. Snilld, því að með því feta þær í fótspor mektarsveita og byltingaraðila eins og Sex Pistols, Nirvana, jafnvel Presleys sjálfs sem þótti bæði óheflaður og óvandaður. Gagnrýni á þessa vegu kemur alltaf frá þeim sem „vita“ hvernig á að gera hlutina og þekkja gott frá lélegu. Og eiga Dæturnar form- eða fagurfræðilegan séns í aðra „lengra komna“ rappara? Í þessu samhengi skiptir það ekki nokkru einasta máli. Eins og við þekkjum var færni í öðru sæti hjá fyrstu pönksveitunum, málið var hvað þú gerðir frekar en hvað þú gast svo ég vísi í fræg ummæli Einars Arnar. Og bestu og áhrifaríkustu síðpönkssveitirnar, tökum feminískt sterkar sveitir eins og Slits og Raincoats t.d., vissu ekki hvað sneri upp eða niður á gíturum þegar þær byrjuðu. Dæturnar tala sjálfar um að þær séu með „illað flow“ og maður verður var við meðvitaða kaldhæðnina. Dæturnar starfa þá á athyglisverðum umbrotatímum hvað tónlistarútgáfu varðar. Þær hafa nú verið að í tvö ár, eru stöðugt í umræðunni en engin plata í efnislegu formi ennþá. Tónlistin liggur hins vegar á vefsíðum eins og Soundcloud, Youtube og Spotify og Dæturnar nýta sér þessa miðla af kostgæfni. Eftir tuttugu ár verða tónlistarupptökur meira og minna inni á netinu og þetta er tímanna tákn. Ein besta plata síðasta árs, Love Hurts með Sturlu Atlas, er t.d. „ekki til“ og er það ekki einsdæmi.
Skot í fótinn
En ég er svona hálfpartinn að skjóta mig í fótinn með því að ætla að taka tónlist þessarar tilteknu sveitar sérstaklega fyrir og einangra því að Dæturnar eru einmitt afar skýrt dæmi um dægurtónlist sem er margbrotinn pakki. Það er ekki einsýnt hvernig á að pinna þetta niður; þetta er listhópur, hreyfing, hljómsveit og blanda af þessu öllu. Meðlimafjöldi er á reiki og unnið er með mismunandi miðla. Það má líka alveg segja að hinn pólitíski tilgangur helgi dálítið músíkmeðalið. Að því leytinu til hafa Dæturnar staðið sig með mikilli prýði og kynjapólitísk barátta þeirra hefur verið áhrifarík og sannarlega vakið athygli. Hlutverkum er snúið við, stungið er á kýlum, rótgrónir hlutir settir í spánnýtt samhengi. Ef þú ert ekki fyrir einhverjum ertu ekki að gera mikið af viti og Dæturnar rekast á alla þessa fyrirsjáanlegu veggi sem bíða þeirra sem hrista upp í hlutunum. Það er óhjákvæmilegt og ég dáist að einurðinni. Læt þetta duga en bendi að lokum á grein Önnu Marsibil Clausen á mbl.is, „Ekki þínar Dætur“, sem fer dýpra í kynja- og menningarpólitíkina en hér er gert. En ef það er einhver sem stendur með pálmann í höndunum eftir allt þetta fár þá eru það Reykjavíkurdætur. Djöfull er það „illað“!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012