Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. maí, 2015
Meira Evróvisjónpönk!
• Úrslitin í Evróvisjón fara fram í kvöld í Vín
• Í sextugasta sinn sem þessi ótrúlega söngvakeppni er haldin
Evróvisjónkeppnin berst stundum í tal hér í háskólanum. Og það er sem við manninn mælt, þau okkar sem eru frá Írlandi, Þýskalandi, Norðurlöndum o.fl. þekkja keppnina dável og geta rætt hana frá ýmsum sjónarhornum; við getum hlegið að henni, rifjað glottandi upp einhver augnablik en einnig dottið í sæmilega heitt og ástríðufullt spjall þar sem hið góða og vonda er vegið og metið. Ameríkanar og annarra álfa kvikindi (nema auðvitað Ástralar) horfa venjulega á okkur í forundran en Bretinn er dálítið sérstakur með þetta. Keppnin er eiginlega fyrir neðan virðingu þessa aldingarðs popptónlistarinnar – þó að keppendur héðan fari í úrslit ár eftir ár – og hérlendir fræðimenn eiga bágt með að taka þátt í umræðum okkar hinna. Fésbækur Íslands loga stafna á milli þar sem ég rita þennan pistil (rétt eftir seinni undanúrslitin á fimmtudaginn). Á meðan horfir Bretinn á endursýnda Eastenders og gæti ekki verið meira sama um að þeir séu komnir alla leið. En við sitjum eftir með sárt ennið! Svindl!
Spáð og spekúlerað
Já, ég leyfi mér að vippa fram upphrópunarmerkjum enda Íslendingur og veðrast upp vegna þessarar keppni eins og næsti maður. Ólíkt blóðlausum Bretunum (og nú skulum við hætta að tala um þá). Nú liggur fyrir hvaða lönd keppa til úrslita og við skulum aðeins spá og spekúlera í því hvað verður á boðstólum í kvöld og hvernig keppnin hefur rúllað almennt.
Er hægt að sjá einhvern þráð í lögunum? Mér finnst eins og það hafi dregið nokk úr ættbálkatrommum og almennum fíflalátum sem er eiginlega miður. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hins vegar er mikið um hádramatík, annaðhvort ástfangin pör sem þrá hvort annað út fyrir líf og dauða eða hátimbraðar, epískar orkuballöður fluttar af söngkonum í sláandi síðkjólum hvar eldtungur og vindar heljar leika um. Annars er ég nokk hrifinn af framlagi Breta þetta árið, flottur snúningur á Charleston-forminu og Belgar eru að reyna eitthvað nýtt og öðruvísi sem virkaði vel. Ef við höldum okkur við nýsköpunina þá eru Svíarnir mjög sterkir á því sviðinu og sviðsútfærslan var stórkostleg. Lettar koma þá gríðarsterkir inn með alvöru lag; móderníska, tilraunakennda rafballöðu. Ef við færum okkur inn á hefðbundnari mið er ég dálítið skotinn í ofurvæmnu framlagi Ungverja, það er eitthvað Clannad-legt við það, sem höfðar til mín. Margt var auðvitað vart boðlegt hins vegar, Rússarnir t.d. mjög fyndnir með lag sem heitir „Million Voices“ sem inniheldur m.a. textann „different yet we’re the same“. Ætli hommahatarinn Pútín hafi lagt blessun sína yfir þetta frjálslynda framlag? Norðmenn gengu þá langt í að sanna að þeir trúa ekki á líf fyrir dauðann eins og gárungarnir gantast stundum með. Merkilegt hvað þriggja mínútna popplög geta verið lengi að líða stundum.
Reginhneyksli
Ísland stóð sig vel. Lagið virkar, togar í rétta strengi og ég var farinn að halda að það færi áfram (já, ég veit, maður heldur það alltaf). María stóð sína plikt og þetta var afgreitt með sóma og sann. Reginhneykslið er samt auðvitað að Finnarnir hafi ekki komist áfram. Held ég hafi aldrei séð það betra í þessari keppni.
Það er gaman að fylgjast með fólkinu sem elskar að hata Evróvisjón. Jú, tónlist getur göfgað, lyft manni upp, kennt manni og veitt innblástur. En gleymum ekki náttúrulegri þörf okkar fyrir leik, gáska og gleði. Tuðarar og hökustrjúkarar flaska nefnilega illa á þessari staðreynd hvað þessa blessuðu keppni varðar. Evróvisjón er fyrst og síðast skemmtilegt og einn þarfasti þjónninn sem við popphænsn eigum í þeim efnum, svei mér þá.
One Response to Evróvisjón: Er þetta bara græskulaust gaman?
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Af hverju er hneyksli að Finnarnir hafi ekki komist áfram?