Frank Ocean: Framtíðarmaður?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. júlí]
21. júlí 2012 | Menningarlíf | 581 orð | 2 myndir
Hafið hugann dregur…
• Frank Ocean gefur út channel ORANGE
• Er ný ofurstjarna í hipp-hoppi fædd?
• Ocean er fyrrum draugapenni Justin Bieber, John Legend og fleiri
BBC sendir í upphafi árs frá sér lista sem kallast hinu eðla nafni Hljómur ársins eða BBC sound of… og hafa margir gagnmerkir listamenn komist þangað og orðið vel frægir í kjölfarið. Upp að vissu marki er búið að stilla þessu upp, útvarps- og fjölmiðlamenn eru búnir að ákveða að gera stjörnu úr viðkomandi og komast oft sæmilega langt með það augnamið eitt og skiptir þá engu hvort viðkomandi manneskja eða hljómsveit er vita hæfileikalaus. Stundum er svo veðjað á vitlausan hest og stundum standa þeir sem lítill gaumur var gefinn að með pálmann í höndunum. Þannig trónaði sálarsöngvarinn Michael Kiwanuka á toppi listans í ár og hefur viðkvæmnislegt, Bill Withers-legt sálarpoppsnudd hans náð giska mörgum eyrum þó að ofurstirni sé hann ekki enn. Í öðru sæti var hins vegar Frank nokkur Ocean sem verður gerður að umtalsefni í þessari grein enda hitinn í garð hans orðinn meira en tilfinnanlegur. Fyrsta eiginlega breiðskífa hans kom enda út fyrir stuttu en hún kallast channel ORANGE.
Draugapenni
Ocean er fæddur árið 1987 í Kaliforníu en fimm ára gamall fluttist hann búferlum til New Orleans. Hann var nýbyrjaður í háskólanum þar árið 2005 og fluttur á heimavistina þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir borgina. Ocean hafði byggt sér hljóðver sem fór undir vatn og því ákvað hann að fara til Los Angeles svo hann gæti haldið áfram að vinna að tónlist. Hann útbjó prufuupptökur og sjoppaði með þær og var á endanum ráðinn sem lagahöfundur og vann sem slíkur fyrir Justin Bieber, John Legend og Brandy m.a. Ocean segist hafa verið kominn í ansi góða stöðu og öryggið sem felist í þessari vinnu og þægilegheitin hafi verið lokkandi. En hann minnti sig þá á það að hann væri ekki kominn til borg Englanna til að gerast draugapenni fyrir aðra. Metnaðurinn gerði ráð fyrir öðru.
Ocean gerði samning við Def Jam en samskipti þar voru stirðbusaleg til að byrja með. Fór svo að hann lak blandspólu eða „mix-tape“ á netið árið 2011 undir nafninu nostalgia, ULTRA. „Mix-tape“ er orð notað yfir plötur eða verk þar sem listamaðurinn velur saman lög, gjarnan þematískt. Platan vakti mikla athygli á Ocean sem hafði ári áður breytt nafninu sínu úr Christopher Breaux í Christopher Francis William Ocean. Gagnrýnendur lofuðu súrrealíska nálgun Ocean við R og B tónlist og í gegnum lagavalið mátti greina miklar persónulegar og samfélagslegar pælingar. Þetta útspil Ocean ef svo mætti segja fleytti honum upp á næsta stig og hann vann m.a. með Kanye West og Jay-Z að plötu þeirra, Watch the Throne.
Nýja platan, channel ORANGE eins og það er skrifað, er sett upp eins og röð af mismunandi sjónvarpsþáttum. Eitt lagið hagar sér eins og Beverly Hills 90210 o.s.frv. Textalega séð fer Ocean djúpt og hefur hann verið dásamaður fyrir hugrökk skref að því leytinu til. Lögin tengjast þvers og kruss og uppbygging plötunnar er úthugsuð og glúrin. Ekki er langt síðan hann opinberaði samkynhneigð sína á netinu með bravúr og hefur hann fengið mjög jákvæð viðbrögð við því en hipp-hoppbransinn hefur það orð á sér fyrir að vera lítt tillitssamur í þeim efnum.
Næsta ofurstjarna hipp-hoppsins/R og B-sins virðist vera að klekjast út þarna vestur frá. Þannig lítur það a.m.k. út akkúrat núna þó að vissulega geti þetta allt saman hrunið einn, tveir og bingó líka. Efnis- og hugmyndafræðileg tök Ocean benda samt til ákveðinnar brautryðjendamennsku sem verður ekki auðveldlega leikin eftir. Kanye og Jay-Z væri hollast að halda þessum vini sínum eins nálægt sér og kostur er, ef þið vitið hvað ég meina.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012