Fréttaskýring: Beyonce og kántríið
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 19. september.
Rólegir kúrekar
Beyoncé var sniðgengin allharkalega þegar tilkynnt var um tilnefningar til bandarísku kántríverðlaunanna. Hvað veldur? Ástæðurnar er að finna á margvíslegum stöðum, kannski sérstaklega í samfélagsbyggingu Bandaríkjanna.
Líkast til hefur enginn einn listamaður gert jafn mikið fyrir útbreiðslu kántrísins undanfarin ár og Beyoncé. Plata hennar, Cowboy Carter, sem kom út síðasta apríl, sló í gegn og þá sérstaklega lagið „Texas Hold ’Em“. Það fór beint á topp þess Billboard-lista sem hefur að gera með „heit“ kántrílög og varð Beyoncé þar með fyrsta svarta konan í sögunni til að eiga topplag í kántrígeiranum.
Þrátt fyrir þetta fékk hún ekki eina einustu tilnefningu þegar tilnefningar til bandarísku kántríverðlaunanna (sem verða veitt 20. nóvember næstkomandi) voru kynntar fyrir helgi. Tilnefningar röðuðust hins vegar á hvíta listamenn eins og Luke Combs, Chris Stapleton, Lainey Wilson, Megan Moroney og fleiri, ekkert óvænt þar. Jaðarfólk eins og Jelly Roll og Post Malone fékk einnig tilnefningar sem og svartir söngvarar eins og Shaboozey og dúettinn The War and Treaty. Samantekið: Baggalútur átti meiri möguleika á að fá tilnefningu en Beyoncé. Það er þá kaldhæðnislegt að sá sem fékk flestar tilnefningar, Morgan Wallen – eins skjannahvítur Suðurríkjastrákur og þeir gerast – lét út úr sér niðrandi, rasísk ummæli árið 2021 sem ollu því að plötuútgáfa hans lét hann sigla sinn sjó (streymi á tónlist hans fór hins vegar upp úr öllu valdi í kjölfarið).
Tilurð Cowboy Carter má rekja aftur til ársins 2016 en þá tróð Beyoncé upp með Dixie Chicks á téðri verðlaunahátíð og flutti þar lagið „Daddy Lessons“. Stemningin í salnum var flöt, ef ekki beinlínis illúðleg, og varð það til þess að Beyoncé ákvað að demba sér af fullum krafti í þessa tónlist sem hún mátti greinilega ekki snerta við. En sumir mega greinilega hrófla við hinu heilaga. Í haust mun t.d. platan Lasso með Lönu Del Rey koma út. Í upphafi frétta af þeirri plötu var talað um að þetta yrði kántríplata þó að söngkonan hafi verið að draga nokkuð í land með það að undanförnu. Lana Del Rey, eða Elizabeth Woolridge Grant eins og hún var skírð, er af efri millistétt og ól manninn í uppsveitum New York-fylkis. Gefum okkur það að kántríið fái að flæða um plötuna í nægilegu magni. Mun það verða til þess að páfarnir í Nashville muni veita Lasso blessun sína? Er hvítur húðliturinn nóg?
Kántrítónlistarsamtökin, CMA (Country Music Association), eiga varnarþing í Nashville, Tennessee, og einslags miðaldastemning ríkir þar í borg. Konur voru t.d. bara spilaðar í 11% tilfella í kántríútvörpum Bandaríkjanna og svartir mælast ekki. Þessi hliðvarsla útskýrir útilokunina á Beyoncé fullkomlega. Á meðan hinum nígerísk-bandaríska Shaboozey – sem var kynntur til sögunnar af Beyoncé takk fyrir – er hampað fyrir að framþróa kántrítónlistina er Beyoncé sett á frost. Og athugið vel, drengurinn sá er bara með einn pakka á bakinu. Hann er svartur, en karlmaður. Beyoncé er með tvöfalda hlekki, er svört og kona í þokkabót. Beyoncé veit þó lengra en nef hennar nær, Cowboy Carter er einslags konseptplata, glúrið komment frá söngkonunni á bandaríska tónlistarsögu og eðlilega djarft skot á þau sögulegu yfirráð sem hvítir kirkjuræknir kallar hafa alltaf haft hvað stefnuna varðar. „Þetta er ekki kántríplata,“ var haft eftir Beyoncé er hún kom út. „Þetta er Beyoncé-plata.“ Þetta hefur verið mönnum, karlmönnum, um megn. Og fyrir það þarf að refsa.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012