Það var ekki amalegt að fá ábendingu um þetta frábæra myndband Will gamla Oldham sem er okkur Frónbúum að góðu kunnur. Um er að ræða hið klassíska „I See a Darkness“ af samnefndri plötu og er það undanfari nýrrar stuttskífu sem kemur út í júlí, Now Here’s My Plan. Útgáfan er hraðari og sumpart kerknislegri en upprunalega smíðin og veit ég til þess að hún er þegar orðin nokkuð umdeild. Er forsvaranlegt að taka jafn sorgbundið lag og breyta því í gáskafulla smíð? Myndbandið, sem var tekið í Glasgow, minnir þá nokkuð á „Dig Lazarus Dig“ myndbandið hans Nick Cave, en hann og Oldham eru góðir félagar. En hei, hvað finnst ykkur?

 

17 Responses to Will Oldham: Gamla skinkan hress!

  1. Elísabet Ólafsdóttir says:

    Til hamingju með nýja síðu herra minn. Það verður gaman að fylgjast með hér.

  2. Honum leyfist þetta auðvitað en mér finnst þetta alveg á tæpasta – til hamingju með vefinn AET!

  3. Hallur Már says:

    Brilliant útgáfa og flottir taktar – er það ekki rétt munað hjá mér að hann hafi gælt við leiklist? Flottur vefur.

  4. Búinn að fá komment frá starfsmanni Ríkísútvarpsins, blaðamanni af Morgunblaðinu og ráðgjafa mennta- og menningarmálaráðherra. Ekki amalegt!

  5. Frábært lag, frábær endurflutningur. Gleðin í laginu fær loks að skína…

  6. Massa fín útgáfa.

    Dreymir reglulega um tónleikana hans á Gauknum.

  7. En svo ég svari vangaveltum um gömlu skinkuna, þá er ég að fíla þessa útgáfu vel. Einn styrkur þessa manns er að bera heilbrigða vanvirðingu fyrir ferli sínum ef svo mætti segja og ég man að hann lék lögin af hinni stilltu og lágstemmdu Master and Everyone í hressilegum rokkútgáfum á Hróarskeldu, skömmu eftir að hún kom út. Það voru frábærir tónleikar. Svipaðar æfingar má heyra á Summer in the Southeast (2005). En þetta er ótrúlegur maður, vonandi gefst færi á að rita meira um þennan heiðursmann á þessum vettvangi.

  8. Friðrik Hjörleifsson says:

    Til hamingju með síðuna Arnar, þetta er stórfínt!

  9. Ég er rosalega hrifinn af þessu lagi.

  10. Davíð Ólafsson says:

    hvað finnst okkur? þetta er fullkomið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: