Það var ekki amalegt að fá ábendingu um þetta frábæra myndband Will gamla Oldham sem er okkur Frónbúum að góðu kunnur. Um er að ræða hið klassíska „I See a Darkness“ af samnefndri plötu og er það undanfari nýrrar stuttskífu sem kemur út í júlí, Now Here’s My Plan. Útgáfan er hraðari og sumpart kerknislegri en upprunalega smíðin og veit ég til þess að hún er þegar orðin nokkuð umdeild. Er forsvaranlegt að taka jafn sorgbundið lag og breyta því í gáskafulla smíð? Myndbandið, sem var tekið í Glasgow, minnir þá nokkuð á „Dig Lazarus Dig“ myndbandið hans Nick Cave, en hann og Oldham eru góðir félagar. En hei, hvað finnst ykkur?