Ef þetta er ekki vettvangurinn til að plögga Edrúhöllinni þá veit ég ekki hvar hann ætti að vera ;o) Eníhú, lokatónleikarnir í Kaffi, kökum og rokki og róli fyrir sumarfrí fara fram næsta þriðjudag, þann 22. maí. Fram koma Langi Seli og Skuggarnir og Retrobot, nýbakaðir sigurvegarar Músíktilrauna. Eitursvalar rokkabillígoðsagnir saman með ferskustu sveit landsins nú um stundir, ekki amalegt kombó það. Þetta verður sveitt og stuðvænt gigg, svona í anda þess að sumarið er að bresta á af fullum krafti. Eins og ég segi, svo fer röðin í sumarfrí en verður með viðvist á sumarhátíð SÁÁ í ágúst.

Hér er tengill á atburðinn á fésbók:

http://www.facebook.com/events/102254006580851/

2 Responses to Edrúhöllin: Langi Seli og Retrobot

  1. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir says:

    LangiSeli!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: