Gulldrengirnir í Sigur Rós gefa út sjöttu hljóðversskífu sína, Valtari, út þann 28. maí. Á morgun, 17. maí, verður hlustunarpartí fyrir allan heiminn eins og það er kynnt, plötunni streymt kl. 19.00 í hverju og einu tímabelti. Væntanlegir hlustendur eru hvattir til að deila reynslunni af hlustuninni inn á hvers kyns samfélagsmiðla og ef að líkum lætur verður nokkuð mikið um það að menn taki andann vefrænt á lofti. Það sem ég hef heyrt af plötunni lofar mjög góðu, þetta er svigaplatan með sólskini svo ég noti pínu ódýra en þó ágæta lýsingu á gripnum. Strákarnir spila svo á Airwaves í haust (og vonandi í Skotlandi einhvern tíma líka!).

Farið hér inn til að sjá niðurtalninguna:

http://www.sigur-ros.co.uk/valtari/hour/