Ef menn eru af minni kynslóð (fæddur ’74) komast þeir varla undan því að hafa einhverja skoðun á Depeche Mode. Inni á klósetti hjá mér er sérrit frá Mojo, vandað mjög, um tölvupopp eða svuntuþeysarapopp („synth-pop“ eins og breskir kalla það) sem ég er sífellt að glugga í. Ég fæ aldrei nóg af því að lesa um eða hugsa um þennan merka geira tónlistar og ég er sérstaklega forvitinn um frumár stefnunnar, þegar sveitir eins og Ultravox (fyrri tíma þ.e.), Human League (fyrri tíma einnig) og forveri ABC, Vice Versa, voru að fóta sig í kringum ’78-’79.

Depeche Mode er í aðalhlutverki í blaðinu, sagan öll, frá Kraftwerk og fram til vorra tíma hverfist um sveitina. Þetta er eðlilegur útgangspunktur, það er einhvern veginn allt í þessu bandi hvað þessa sögu varðar og í gegnum hana má greina þróun og margbreytilegheit tölvupoppslistarinnar. Að ekki sé talað um dramað sem fylgt hefur sveitinni en það nær á köflum skakspírskum hæðum. Black Celebration er á í þessum töluðu orðum. Hvað segið þið um þetta mál? Hvaða plata er í hæstu hæðum hjá ykkur? Og hvað með þessa þróun undanfarin ár. Eru Gore og félagar úti að skíta?

 

Tagged with:
 

13 Responses to Hugsað um Depeche Mode

 1. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir says:

  Persónulegir Jesúsar…

 2. Eins og þú segir réttilega, það er allt í bandinu! Þegar Josh Davis, aka DJ Shadow var viðstöðulaust í poppressunni í kjölfar útgáfu Endtroducing, mærður alveg í drep, var hann einhverju sinni spurður hvaða plötu hann tæki með sér á eyðieyju ef hann gæti bara tekið eina. "Black Celebration" var svarið. 'Nuff said!

 3. Atli Jarl Martin says:

  Ég fokking elska Depeche Mode og verð dyggur stuðningsmaður þeirra þar til ég lýk þessari jarðvist. Uppáhalds er klárlega Speak and Spell, en Music for the Masses er í öruggu öðru sæti hjá mér. Seinni tíma plötur eins og Exciter og Playing the Angel eru svo algerlega stórkostlegar og sveitin hefur engu glatað í gæðum og afsakið þetta slæma slangur "awesomeness". a-Ha hafa í seinni tíð komist að hælum DM í téðu "awesomeness" en þeir slá kóngana aldrei út. Ég á 106 orginal útgáfur frá DM, mestmegnis pantað beint frá þeim, eins og singles og DJ white labels, en á eftir Rotting Christ, Slayer og Running Wild, þá er Depeche Mode uppáhalds að eilífu, Amen.

  • Guðmundur Erlingsson says:

   Mælt þú manna heilastur. Er sammála með Speak and Spell, þótt mér finnist bæði A Broken Frame og Construction Time Again allt of vanmetnar, snilldarpunktar á þeim báðum.

  • Atli Jarl Martin says:

   Þakka þér og sömuleiðis! Já, það er nefnilega vandamálið við DM að finna uppáhalds. A Broken Frame og Construction Time Again fá báðar mjög há skor hjá mér, enda um pjúr 80's electronic að ræða, eins og Gary Neuman, nema bara af betri plánetu. I just can't get enough…

 4. Mér hefur aldrei verið vel við DM og hallast frekar að Ultravox og fyrstu fjórum breiðskífum OMD sem aðals breska syntha poppsins.

 5. Stórkostlegt band í alla staði ef frá eru teknar fyrsta og (þá sérstaklega) síðasta plata sveitarinnar.Saga svetarinnar merkileg, þróun og skipan. Ég geri mér smá von um að Gore og Gahan skili huggulegri pltöu í lok árs, ef ekki þá…. fokkit, þeir hafa skilað stórkostlegu lífsverki.

 6. 80's DM fram að og með Violator er tær snilld. En heróín og gítaranotkun fór alveg með þá. Og hvað er þessi söngvari alltaf að hoppa um ber að ofan? Eigum við ekki bara að klæða okkur aftur í hvítu jakkafötin og vera kúl?

 7. Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af DM. Það hefur jafnan verið frekar óvinsæl skoðun.

 8. Gaman og gott að svona margir nenni að leggja poppfræðilega hönd á plóg hérna! Sá DM úti í Berlín 2006 frekar en 2005. Playing the Angel túrinn. Gore var með vængi á sviðinu. Gahan tók utan um hann í einu laginu… það var eins og það frysi í helvíti þegar hann gerði það. Loftið mátti skera með hníf…þannig leið mér alltént í þessar tvær sekúndur. Tónleikarnir voru ágætir… best var "Enjoy the Silence", þá var sko sungið með…

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: