Já, hvað er það eiginlega með þennan Jack White? Þetta ofvirka undrabarn sem Bubbi Morthens kallaði „mesta tónlistarsnilling heims“ í mín eyru (og annarra) fyrir einhverjum árum síðan? White er náttúrulega snillingur, það er dagljóst, og ég segi og stend við það, allt sem hann hefur gert fram til þessa er gott. Maður sér þetta betur, t.d. með White Stripes, þegar maður fær örlitla fjarlægð á þetta. Er t.d. hægt að halda því fram að einhver plata þeirrar mætu sveitar sé undir meðallagi? Nei. Sú sveit, Raconteurs, upptökuverkefnin (Loretta Lynn t.d.) og meira að segja Dead Weather. Allt saman gott stöff.

En hvað með þessa fyrstu sólóplötu hans, Blunderbuss, sem út kom fyrir stuttu? Einkennishljómurinn er þarna svo sannarlega, missúrar tilraunir með blúsrokkformið eins og við eigum að venjast. Ekki er fyrir miklum heildarhljóm að fara, tætingslegt safn af lögum öllu heldur. Og það getur virkað vel og illa. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn verð ég að viðurkenna. Er White að taka allsvakalegt feilspor í fyrsta skipti á farsælum ferli? Og er það  lögmál að sólóplötur manna sem hafa starfað með vinsælum sveitum „sökki“?

Tagged with:
 

8 Responses to Hvað er með þennan Jack White?

  1. Ég er satt best að segja frekar sáttur við þessa plötu, það er jú nokkur misjöfn lög þarna en hann er engan veginn að missa það.

  2. Mér finnst þetta góð plata. Hressleiki, grípandi lög og góð spilamennska.

  3. Finnur Pind says:

    Ég held nú að Neil Young afsanni þetta lögmál þarna í endann ágætlega 🙂

    En ég er spenntur að heyra þessa plötu (mér, eins og þér, finnst hann bara hafa gert gott sjitt hingað til) og spenntur að sjá hann á Hróaskeldu í sumar!

  4. verð að segja fyrir minn smekk að þessi plata er mjög notaleg í heildina á litið, en þetta lag sem þú lætur fylggja með er drepleiðinlegt. burt séð fŕa því til hamingju með flotta síðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: