ca-m-gorguts-01

Mig rak í rogastans, verð ég að viðurkenna, þegar ég sá það auglýst að kanadíska dauðarokkssveitin Gorguts væri að koma til Íslands að spila. Ég festi kaup á tveimur fyrstu plötum sveitarinnar á sínum tíma, Considered Dead (1991) og The Erosion of Sanity (1993) og hafði gaman af en Gorguts vísuðu á þeim tíma veginn hvað tæknilegt og á stundum ofurflókið dauðarokk varðaði. Mikil mektarsveit og seinni plötur, eins og Obscura (1998) jafnvel enn víraðri. Einstakt dæmi. Plata hennar frá því í fyrra, Colored Sands, toppaði þá fjölmarga árslista og ljóst að sveitin hefur  „aldrei verið betri“ eins og sagt er.  Íslensku gæðasveitirnar Severed Crotch, Gone Postal og Ophidian I verða þeim kanadísku til halds og trausts og því óhætt að mæla með þessu.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á þessari prýðilegu Fésbókarviðburðasíðu

Tagged with: