ca-m-gorguts-01

Mig rak í rogastans, verð ég að viðurkenna, þegar ég sá það auglýst að kanadíska dauðarokkssveitin Gorguts væri að koma til Íslands að spila. Ég festi kaup á tveimur fyrstu plötum sveitarinnar á sínum tíma, Considered Dead (1991) og The Erosion of Sanity (1993) og hafði gaman af en Gorguts vísuðu á þeim tíma veginn hvað tæknilegt og á stundum ofurflókið dauðarokk varðaði. Mikil mektarsveit og seinni plötur, eins og Obscura (1998) jafnvel enn víraðri. Einstakt dæmi. Plata hennar frá því í fyrra, Colored Sands, toppaði þá fjölmarga árslista og ljóst að sveitin hefur  „aldrei verið betri“ eins og sagt er.  Íslensku gæðasveitirnar Severed Crotch, Gone Postal og Ophidian I verða þeim kanadísku til halds og trausts og því óhætt að mæla með þessu.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á þessari prýðilegu Fésbókarviðburðasíðu

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: