Grænlandsdagbók#2: Annar dagur
Skrifað í tengslum við Nuuk Nordic Culture Festival, hátíð í Nuuk sem við sóttum heim dagana 9. – 12 október.
Hvað getur maður sagt, ég er farinn að mildast nokkuð gagnvart legu Nuuk, arkitektúrnum og heildarmynd bæjarins. Ég lýsti bráðabirgðartilfinningunni í síðasta pistli, sem virðist – held ég – stafa af þeim landkostum sem við blasa. Það er lítið landrými í Færeyjum en hér er bæði lítið rými og enginn jarðvegur að auki. Þetta eru bara klappir! Á meðan Færeyjar byggja þorpin sín langt upp í þó grasi grónnar hlíðar er því ekki að heilsa hér. Þannig að ég geng nú um með auðmýkt, og af að aðdáun, gagnvart stóreflis fjölbýlishúsum sem standa beinlínis utan í hömrum! Af verkfræðilegri glúrni er steypustöplum og grunnum komið fyrir ofan á harðýðgis grjóti, sem er ekki séns að bora í, og svo koma húsin þar ofan á. Einhvern veginn. Ég tek undirlendishatt minn ofan.
Gengum í gegnum gamla bæinn í gær, fullt af dökkrauðum, dönskum húsum og snotur voru þau. Annað er með alls konar brag (sjá myndasafn á Snjáldruveggnum mínum) og tekið út úr þessu mengi gætu þau hús verið í úthverfum Hafnarfjarðar eða Kópavogs. Nuuk vex hratt nú um stund, það er nýtt hverfi hér suðaustur af þar sem húsum er komið fyrir á undraverðan hátt, eins og ég lýsi.
Ég sinnti tveimur formlegum erindum í gær. Eitt af því var að taka þátt í pallborði um vestnorræna tónlist, ásamt Kristian Blak, færeyska tónlistargúrúinum, Jacob Froberg frá Sisimut (stýrir Arctic Sounds hátíðinni) og svo Ejvind Elsner frá grænlensku útgáfunni Atlantic Music. Margt fróðlegt kom í ljós sem ég ætla að fara í saumanna á í fókuseruðum framtíðarpistli. En þarna var mér ljóst hvað Grænlendingar eru að glíma við. Stærðin á landinu er fáránleg, nærumhverfi Nuuk virðist eins og hálft Ísland að stærð, með endalausum inn- og útfjörðum sem hlykkjast langt inn í land. Samgöngur eru ofsadýrar og ekki tíðar, bransinn hér þarf sárlega á stafrænni uppfærslu að halda, útflutningsskrifstofa er ekki til o.s.frv.. Yngra fólkið, bransafólkið, er með andann en er dálítið ráðalaust um hvernig skuli bera sig að. Grænlendingarnir mændu dálítið á mig og Kristian þegar við vorum að tala um hvernig útflutningsskrifstofa ber sig að o.s.frv. En, nei, þetta er ekki einfalt og það lítur vel út á pappírnum að slengja þessum þremur löndum í samstarf en útfærslan, það er annað mál og erfiðara.
Nuka Alice, listakona og menningarfrömuður, hefur átt í góðu spjalli við okkur. Hún er einslags andakona, vís og góð og ég sá það á henni. Þarna væri hægt að fá sannleik. Og ég spurði, hver er staðan? Og hún vissi hvað ég var að meina. Og hún er flókin. Danskir og Grænlendingar eru eðli málsins samkvæmt flæktir saman; sögulega, hjónabandslega en hvað menningu frumbyggjana varðar, stöðu þeirra gagnvart danska ríkinu, menningarlega árekstra o.s.frv., þá kraumar eitt og annað undir. „Þetta er kurteislega rotið,“ sagði hún.
Myndin sem fylgir er tekin í sundlauginni hérna, vegna seinna erindisins míns. Myndir af Grænlandi á veraldarvefnum eru allar eins. Rúnar frændi fagnaði óvenjulegum myndum frá Nuuk og ég hef verið meðvitaður um slíkt síðan. Nuuk Nordic Culture Festival, hátíðin sem leiddi mig hingað, var með sundlaugartónleika í gærkvöld og framkvæmdastjórinn bað mig um að kynna tónlistarfólkið til leiks, sem ég og gerði. Svona er ferðin búin að vera dálítið. Við berumst með grænlenskum vindaþey í hin og þessi verkefni, njótum og upplifum og drögum allt inn. What a time to be alive!!!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012