Grænlandsdagbók#3: Þriðji dagur
Skrifað í tengslum við Nuuk Nordic Culture Festival, hátíð í Nuuk sem við sóttum heim dagana 9. – 12. október.
Þið þekkið þetta. Maður er opinmynntur fyrstu dagana á nýjum stað, tekur myndir í gríð og erg og er í hissandi furðu lon og don. Svo byrjar þetta að sökkva inn, maður venst og róast aðeins. Eðlilega. Dagarnir hafa byrjað með líkum hætti, við vöknum, ég skrifa þennan pistil og svo út í daginn. Búum í úthverfi hér norður af, röltum út í dásamlegt strætóskýli, sem er lítill, grænn viðarkofi. Brugseriet kjörbúðin beint á móti, leikskóli og venjulegur skóli. Hinkrum þar ásamt Grænlendingunum eftir nr. 2. Svo í bæinn. Kannski 10 mínútur. Glaður að við vorum ekki í miðbænum, því við fáum daglegan útsýnistúr.
Svo förum við í Samfundningshuset, blátt hús í miðbænum, þar sem er að finna mat fyrir hátíðarþátttakendur, listamenn og þvíumlíkt. Rak okkur í rogastans í þetta sinnið, því að fyrir á fleti voru góðir vinir, færeyski tónlistarmaðurinn Heðin Ziska Davidsen og hinn danski Jesper Pedersen, en báðir höfðu þeir leikið með hljómsveit Kristian Blak, Yggdrasil. Jesper reyndar altalandi á íslensku, býr á Íslandi og kennir í LHÍ m.a.. En þetta dansk-íslensk-færeyska systra- og bræðralag var vel heppnað þennan morguninn og mikið grínað og hlegið. Maturinn var hefðbundinn, danskir ostar (jibbí!), brauð og ávextir. Djús o.s.frv.
Höfðum fengið leynitipps um hvar hægt væri að nálgast kjöt, beint úr býli. Veiðimennirnir eru með aðstöðu í miðbænum hvar þeir selja hrefnu, hreindýr, seli o.s.frv. fyrir slikk og æði magnað – og primitívt – að koma þangað. Lifað af jörðinni, dýrið borið á öxlum inn í bæ, verkað og selt.
Næst var það bókabúð. Atuagkat. Tvær slíkar í öllu Grænlandi, og í nokkra mánuði var þetta sú eina. Pilturinn sem afgreiddi var sýnilega skýr og vís þannig að ég bombaði á hann „erfiðum“ spurningum. Ég er mjög upptekinn af upprunanum, hann leit t.d. út fyrir að vera blandaður í hið minnsta, jafnvel aldanskur en hann tjáði mér að hann væri 100% inúiti. Svo hlógum við. „Það er ábyggilega eitthvað hvítt þarna einhvers staðar,“ sagði hann kímileitur. Við ræddum pólitíkina, samtal sem var nokkurn veginn alveg eins og þau sem ég hef átt við vini í Skotlandi og Færeyjum.
Þá lá leiðin í þjóðminjasafnið, sem var vel skipulagt og fram sett. Lítið, en drjúgt. Magnaðar ljósmyndir, mögnuð saga og safnið á grænlensku og ensku, einvörðungu. Það eru svona lítil tákn hér og þar um aukið sjálfstæði, og oft sýnir það sig sterkast í tungumálinu. Líka geðveikt að fornu húðflúrin séu að koma inn aftur í auknum mæli. Sjálfsvirðing, réttur, sanngirni, skilningur – eitthvað sem heimspeki nýlendustefnunnar gerir aldrei ráð fyrir.
Kvöldinu, síðasta kvöldinu, var eytt á mjög svo hæfandi hátt. Heimboð til Martin Zinck, sem er trommari eyjanna (grænlenska útgáfan af Magnús Trygvason Eliassen), spilar m.a. með Nanook, sem er aðalhljómsveitin hérna. Kynntist honum almennilega þegar Nanook lék í fyrrasumar á afmælishátíð íslenska Norræna hússins. Kynnti hann grínaktuglega á svið sem hinn grænlenska Dave Grohl. Mikill tónlistar- og vínyláhugamaður þannig að ekki skorti á samræðurnar. Hann eldaði hreindýr fyrir okkur og stundin var dásamleg. Hann er með ótrúlegt útsýni yfir fjörðinn, býr alveg við hann og er með útsýni til allra átta út um gluggana. Og hér erum við komin að göldrunum, þessi tilfinning sem þú færð, að þú sért búinn að þekkja visst fólk alla ævi. Enginn vandræðagangur, bara ljúflegheit og andleg næring. Gæðastund.
Ég hef eftir mætti reynt að koma mér inn í grænlenska tónlist (greinin The music in Greenland and Greenland in the music eftir Andreas Otte veitir góða innsýn, er fljótandi um í netheimum á pdf). Maður var komin í gullkistu hjá Martin, hann var með allar þessar áttunda og níunda áratugs plötur sem komu út á ULO merkinu og hlustað var af alefli (Sinnattoraangama Takusarpagit eftir Kâle Sivertsen/Ulo er t.d. frábær, var að heyra í fyrsta sinn). Og svo má telja. Grænlenskt reggí frá níunda áratugnum, Sume, Zikaza, Rasmus Lyberth o.s.frv. Við hlustuðum svo á íslenska tónlist, sem Martin er afar áhugasamur um, já, kalla mætti hann aðdáanda. Fastagestur á Airwaves og Nanook unnu síðustu plötu með nafna mínum Guðjónssyni.
Svo var eitt og annað rætt. Sjálfvígstíðnin hér virðist alltaf koma upp í samræðum á endanum. Maður er ekki endilega í stuði fyrir það, eða kann ekki við að hreyfa við því, en þetta kemur samt alltaf. Sem er gott. Martin sagði einmitt, að hann væri mjög ánægður með að yngri kynslóðin er að þrýsta á aðgerðir. Að það þýði ekki að láta eins og ekkert sé og þegja málin bókstaflega í hel. Hann sagði okkur frá sumarbústaðamenningunni hérna. „Á föstudögum streyma bátarnir út úr firðinum fram hjá íbúðinni minni,“ sagði hann og brosti. „Eins og á hraðbraut. Þeir fara inn í fjörðinn þar sem húsin eru. Það eru engir vegir náttúrulega. Og tugir kílómetra frá einum bústað til annars.“ Svo sagði hann án þess að blikna. „Og svo þarft þú að vera með byssu, ef ísbjörninn myndi kíkja á þig. Það er að vaxa aðeins.“ Hann sagði þetta með þannig tóni, eins og ég væri að segja fólki sisona að taka með sér skóflu ef það þyrfti að moka frá bílnum. Ótrúlegt.
Hér með lýkur eiginlegum dagbókarskrifum. Við eigum flug heim eftir tvo tíma. Ég á hins vegar eftir að vinna aðeins fleiri pistla, sem eru sértækari. Eitthvað mun líka birtast í Morgunblaðinu á næstunni. Takk fyrir að lesa. Qujanaq!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012