Grænlandsdagbók#5: Grænlensk tónlist
Skrifað í tengslum við Nuuk Nordic Culture Festival, hátíð í Nuuk sem við sóttum heim dagana 9. – 12. október.
Við áttum Hljóma, Færeyingar Faroe Boys en Grænlendingar? Nú, The Eskimos auðvitað! Sú sveit starfaði á sjöunda áratugnum og kom út fjögurra laga smáskífu árið 1966. Greinarkorni þessu er alls ekki ætlað að vera tæmandi yfirferð hvað sögu grænlenskrar popp/rokktónlistar varðar, mig langar líka til að hugsa aðeins um gerð hennar, eiginleika og þá stöðu sem þessi grannþjóð okkar er í gagnvart poppheimum.
Áður ég fór í þessa góðu ferð mína til Nuuk leitaði ég hófanna hvað grænlenska tónlist varðar en varð lítt ágengt. Atlantic Music, sem ræður yfir mestallri grænlenskri tónlist, a.m.k. gamla katalógnum (svipað og Sena) er ekki enn búið að koma honum í streymisvænt form (sem í dag þýðir að tónlistin er ekki til). Ræddi um þetta við vin minn frá Færeyjum, Knút Háberg Eysturstein, sem er nokkurs konar Arnar Eggert eyjanna (eða ég þá Knút Háberg þessa lands). Spurði hann, er ekkert að gerast í grænlenskri tónlist? Hann tjáði mér að það væri fullt í gangi tónlistarlega, en einföld landafræði gerði íbúum ókleyft að koma á netverki fólks og tónlistarmanna líkt og gert er á Íslandi og í Færeyjum. Vegalengdir eru gríðarlegar, engir vegir, og á meðan það er mikið fútt í þessu þorpi og mögulega sama fútt í öðru þorpi vita þorpsbúar endilega ekkert hver af öðrum.
Á áttunda áratugnum sté hljómsveitin Sume fram, söng á grænlensku og setti af stað grænlenska rokkbylgju. Í textum var sveitin gagnrýnin á dönsku nýlenduherrana og allt er þetta skjalfest í fínni heimildamynd frá 2014. Þennan sama áratug hóf útgáfan ULO starfsemi sína í næststærsta bæ Grænlands, Sisimiut. Mikið af plötum kom út undir enda áttunda áratugarins og fram á þann níunda. Grænlenskt popp tók mið að því sem var að gerast erlendis, og t.a.m. var nokkuð um reggísveitir á níunda áratugnum (og voru þeir þannig tveimur áratugum á undan okkur!). Zikaza er nafn sem var stórt á níunda áratugnum (popprokk) og fljótir voru þeir í rappið, en Nuuk Posse var stofnuð 1985. Fyrsta smáskífan 1992 og fyrsta breiðskífan 1996 (í gegnum hið belgíska Sub Rosa). Grænlenskt rapp hefur verið sæmilegasti fasti og oft með alvöru „gettó“-blæ en nóg er að virða fyrir sér blokkirnar þarna úti til að skilja þá aðkomu.
Hér er þungarokk (Arctic Spirits, nema hvað), Grugg (Chilly Friday byrjuðu þannig) o.s.frv. Sumir undirstrika heimasvæðið, annað hvort með ímynd eða tónlist (henda í trommudans-stef eða álíka) en sumir ekki. Á tíunda áratugnum komu fram dívur eins og Mariina og Nina og síðan Julie (Berthelsen), hálf-grænlensk söngkona sem syngur tiltölulega hefðbundið dívupopp í ætt við Celine Dion og telst með frægustu, grænlensku listamönnum. Listamenn eins og Angu eru þá ekkert sérstaklega að vísa í upprunann, þó þeir neiti honum ekki. Nanook fara bil beggja, grænlensk tákn hér og hvar en tónlistin – sungin á grænlensku – er melódískt popprokk í anda Coldplay/Radiohead. Það er frábær grein á netinu um þetta allt saman eftir Andreas Otto sem einnig rekur vefsvæðið greenlandicpopularmusic.com.
Restinni af þessari úttekt ætla ég hins vegar að eyða í mann að nafni Rasmus Lyberth, sem er sennilega þekktasti grænlenski tónlistarmaðurinn. Lyberth er ótrúlegur, einslags seiðkarl („spirit man“) og tónlistin að stofni til nokkurs konar söngvaskáldatónlist. Hann hefur ferðast víða, spilað um allar koppagrundir og býr í Óðinsvé. Hann gaf út nýja plötu í síðasta mánuði, Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny, og hún er einfaldlega stórkostleg að öllu leyti. Nei, ég átti ekki von á þessu lesandi góður. Maðurinn, sem er 68 ára, syngur eins og þetta sé hans síðasta, af slíkum krafti að manni fallast eiginlega hendur. Svona ævikvöldsverk á pari við það sem Johnny Cash gerði með Rick Rubin. Magnþrunginn kraftur liggur á bakvið allt, eitthvað sem trauðla verður lýst með orðum. Platan byrjar rólega en í öðru lagi er hent í afríska stemmu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og það svínvirkar! Platan er galdur út í gegn. Heyrn er sögu ríkari, platan streymir glatt á Spottanum, ólíkt annarri grænlenskri tónlist.
En hey! Læt þetta nægja. Gæti skrifað endalaust um þetta, sem betur fer. Ég viðurkenni að ég vissi harla lítið um tónlist eyjunnar áður en ég fór en nú er ég kominn á bólakaf. Sletti bara og segi: Watch this space!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012