Heilafóður: Hver á tónlistina?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. nóvember]
Af „réttri“ tónlist og „rangri“
• Við búum við sístækkandi markað endurútgáfna og endurlita
• Í einhverjum tilfellum er um að ræða nýjar útgáfur af gamalkunnum lögum
Fyrir þessi jól kemur út íburðarmikill, forláta (og ekki síst þungur) kassi með öllum Bítlaplötunum – á vínyl. Við erum farin að venjast þessu, tónlist sem hugnast „barnasprengju“-kynslóðinni svokölluðu, ’68-kynslóðinni (fólk fætt ca ’40-’50), sem er um leið fólkið með áhrif og völd í dag og það vill fá sitt Bítlagarg og engar refjar!
Eins og lög gera ráð fyrir er búið að pússa upp hljóð og „vínylperrar“ munu geta dvalið í sjöunda himni innan um þessa dásemdartónlist um jólin. Að auka hljómgæði er lenska í þessum fræðum en sumir listamenn ganga lengra. Hart var deilt á Frank Zappa er hann endurútgáf nokkrar plötur sínar með nýuppteknum bassaleik. Fjörutíu ára afmælisútgáfur af plötum The Doors innihalda í einhverjum tilfellum öðruvísi hljóðblandanir á lögum sem við þekkjum gjörla (mest áberandi á „Break on Through“). Mike Scott, leiðtogi Waterboys tók svona æfingar enn lengra er plata sveitarinnar, A Pagan Place, var endurútgefin árið 2002. Þar var búið að skipta út útgáfum af heilu lögunum og meira að segja lögum bætt inn í upprunalegu lagaröðina. Það segir sig því sjálft að upprunalega listaverkið er breytt, líkt og Leonardo Da Vinci kæmi með tímavél inn í Louvre til að flikka aðeins upp á Mónu Lísu.
Tilfinningaleg tengsl
Þessi „iðnaður“ og að þetta skuli vera stundað yfir höfuð kallar fram margar spurningar, góðar bæði og gegnar. Sú augljósasta lýtur að rétti listamannsins til að hrófa við eigin verkum. Zappa sagði á sínum tíma:
„Þetta eru mín lög. Mér fannst bassinn ekki góður í upprunalegu lögunum. Ég ákvað að breyta honum þess vegna.“ Gagnrýni aðdáenda var hins vegar á þann veg að þeir hefðu þróað tilfinningaleg tengsl við upprunalegu útgáfurnar sem verið væri að hræra í með þessum gjörningi.
Því við getum spurt okkur: hvað er það sem gefur verkunum á endanum gildi? Hafa Zappa eða Scott óvefengjanlegan rétt á því að breyta svona eftir á? Er ekki verið að svína á ákveðnu sambandi listamanns og neytanda? Listamaðurinn kemur verkum sínum á framfæri og vill að aðrir bregðist við (þó að Dylan og fleiri viðhaldi þeirri skoðun sinni að þeim sé alveg sama um hvað öðrum finnst). Ég er ekki sammála þessu, í grunninn sækist fólk alltaf eftir athygli/viðurkenningu í einhverjum mæli, list er ekki búin til í tómarúmi og þetta á kannski sérstaklega við um dægurlistir.
Hvar liggja völdin?
Mike Scott segir í greinarkorni með endurútgáfu A Pagan Place að hann hafi ávallt litið á þær útgáfur sem honum var gert að setja ekki inn á plötuna á sínum tíma sem hinar einu og sönnu. Í viðtali við Paul Rothchild, upptökustjóra Doors, sagðist hann hafa sett inn í lögin parta sem ekki var talið tilhlýðilegt að hafa þar á sínum tíma, vegna íhaldssemi forráðamanna útgáfunnar o.s.frv. Þetta er allt saman gott og blessað en spurningarnar vakna eins og enginn væri morgundagurinn.
Hefði ekki verið eðlilegra að setja þessar breyttu útgáfur inn sem aukalög og leyfa upprunalegu gripunum að standa? Eða hvað? Er eðlilegt að fara svona aftur og breyta verkinu, er eðli tónlistar kannski slíkt að verkin eru eftir allt saman ekki endanleg, þó að tónlistin hafi þó verið þrykkt á plast á sínum tíma og gefin þannig út. Mun þessi endurútgáfubransi, við getum jafnvel kallað hann endurhugsunarbransa, flæða yfir á önnur listform, t.a.m. bækur eða myndverk? Og hversu mikil völd eiga listamennirnir að hafa í þessum efnum, eru þeir einfaldlega ekki of tengdir verkunum eftir allt saman? Með öðrum orðum, hver ákveður hvaða útgáfa er „rétt“ og hver „röng“?
Jamm… smá heilafóður rétt fyrir jólin…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012