Iron Maiden: Ekkert stöðvar járnfrúnna…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. september, 2015
Að duga eða drepast
• Iron Maiden gefur út sextándu breiðskífuna, The Book of Souls
• Bruce Dickinson, söngvari sveitarinnar, barðist við krabbamein – og hafði betur
Söngvari, flugmaður, sagnfræðingur, skylmingakappi, útvarpsmaður, sjónvarpsmaður, rithöfundur, tungumálamaður og alveg örugglega eitthvað meira til. Bruce Dickinson, söngvari bresku þungarokkssveitarinnar Iron Maiden, er maður eigi einhamur og er oft teflt fram sem lifandi dæmi um hina svokölluðu fjölfræðinga („polymath“), stétt sem hefur átt undir högg að sækja á öld sérhæfingarinnar. Dickinson er fjölhæfur skolli, þrautseigur vinnuþjarkur sem tókst á við erfiðustu áskorun lífs síns fyrir stuttu – þegar krabbamein gróf um sig í tungu hans af öllum stöðum.
Fjölsnærðir
Þrátt fyrir fjölsnærða hæfileika Dickinson er tungan óneitanlega það sem hefur komið honum hvað lengst og fréttin því ískyggilegri en ella. Krabbameinið fannst í reglubundinni læknisheimsókn rétt fyrir jólin 2014 og fór Dickinson óðar í tæplega tveggja mánaða meðferð þar sem lyfjum og geislum var beitt. Hálfu ári síðar var tilkynning birt á opinberri síðu Iron Maiden og hafði meðferðin þá lukkast fullkomlega. Um leið var frá því sagt að nú myndi Dickinson taka sér hvíld og sveitin myndi ekki leggja í tónleikaferðalag fyrr en á næsta ári (það mun hefjast í febrúar). Dickinson hefði lítinn hug á að hefja störf fyrr en hann væri kominn bókstaflega á flug (sjá mynd). Þrátt fyrir þessar raunir allar var upptökum á nýrri plötu Iron Maiden, sem kallast The Book Of Souls, lokið er fréttin mikla barst og hún kom út nú fyrir stuttu.
Mikilúðlegt
Á síðustu árum hefur Maiden lagt sig þónokkuð eftir löngum, epískum lögum fremur en snörpum, grípandi og melódískum slögurum. Í raun má segja að hlutfallið hafi snúist við. Á fyrri plötum var kannski endað á einu löngu lagi en nú finnur maður að menn eiginlega neyðast til að semja eitt stutt lag til að hafa a.m.k. eitthvað fyrir útvarpið („stuttu lögin“ eru þó ca fimm mínútur) en svo er restin mikilúðlegir ópusar þar sem allt er undir. Á Book of Souls fara okkar menn með þetta út í æsar ystu, platan er níutíu mínútur og kemur út á tvöföldum geisladisk eður þrefaldri vínylplötu. Síðasta lagið, sem er eftir Dickinson, er lengsta lag Maiden frá upphafi, rúmar átján mínútur (og leikur hann sjálfur á píanó í innganginum!). Og það er til marks um fádæma vinsældir þessara glæstu stríðshrossa að allt upplagið af vínylnum sem barst til lands og elds og ísa seldist upp fyrir hádegi í Smekkleysubúðinni.
Dauðleiki
Platan var tekin upp í Frakklandi, í sama hljóðveri og hin prýðilega Brave New World (2000) var unnin en það var fyrsta hljóðversplata Maiden eftir að Dickinson hafði snúið aftur í hennar raðir. Upptökuferlið í þetta sinnið var losaralegt og mikið af tónlistinni var samið á staðnum en sveitin hefur venjulega eytt nokkrum vikum í að semja áður en haldið er í hljóðver. Steve Harris, hinn eiginlegi leiðtogi sveitarinnar, hefur þá iðulega átt eitthvað í flestum lögum en í þetta sinnið sömdu flestir jöfnum höndum þar sem Harris var frá í talsverðan tíma vegna dauðsfalla í fjölskyldunni. Pælingar um lífið og endanleika þess skjóta nokkuð reglulega upp kolli í textunum og Harris segir slíkt einfaldlega koma með aldrinum. Eftir því sem þeir eldist, sæki slíkar hugsanir fastar að. Það virðist þó eins og ansi margt þurfi að koma til eigi Járnfrúin að falla örend.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012