[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. júní]
Foráttuheimskur fjörutíu árum síðar
• Báðir hlutar Thick as a Brick fluttir í Hörpu
„Þið hinir vitru menn vitið ekki hvernig það er að vera foráttuheimskur.“ Hér fer lausleg þýðing greinarhöfundar á niðurlagi Thick As A Brick, hinni mögnuðu konseptplötu sem eðalsveitin Jethro Tull gaf út árið 1972. Er hér var komið í sögu sveitarinnar var hún óstöðvandi, búin að gera hverja merkisplötuna á fætur annarri og nú var komið að umfangsmiklu „verki“ sem sló rækilega í gegn. Tull, leidd af hinum ofursjarmerandi Ian Anderson gat bara ekki tekið feilspor á þessum árum.
Snúið
En tildrög verksins voru snúnari en margan grunaði. Anderson var pirraður á því að litið var á plötuna þar á undan, Aqualung, sem heildstætt verk og ákvað því að hræra í yfirdrifið konseptverk, viljandi. Þetta var því verknaður sem var „tunga upp við tönn“ eða „tongue-in-cheek“ eins og enskir orða það. Eins og til að undirstrika þetta er söguþráður verksins illskiljanlegt torf, snýst um ljóð eftir uppdiktað undrabarn, Gerald Bostock eða „Little Milton“. Upprunalega platan var í líki dagblaðs og voru tilvísanir í textann á víð og dreif þar um. Anderson var þannig að snúa upp á formið um leið og engu var til kastað í vinnubrögðum, platan enda stórkostleg. Þessi tvíræðni verksins gefur því mögulega þessa töfra og þennan mikla og góða endingartíma en útgáfunni verður fagnað í ár með tónleikum, verkið flutt í heild sinni í völdum tónleikasölum víða um veröld. Ekki nóg með það, heldur verður framhaldsverk, Thick As A Brick 2, flutt einnig en platan sú kom út fyrir stuttu, eignuð Ian Anderson eða Jethro Tull’s Ian Anderson. Verkin verða m.a. flutt hérlendis í næstu viku, á tvennum tónleikum í Hörpu þann 21. og 22. júní.
Endurnýjun
Ian Anderson útskýrir upplegg nýju plötunnar á þá leið að þar sé verið að skoða mögulega útkomur á lífi téðs Bostock, sem var tólf ára er upprunalega platan kom út og því á sextugsaldri nú. Anderson nýtir persónuna í þessar hugleiðingar sínar og leyfir skáld- og heimspekijöfrinum sem hann býr yfir að fara á rækilegt hlemmiskeið. Enn er unnið með dagblaðavinkilinn en hið skáldaða dagblað er nú að að sjálfsögðu orðið að vefsíðu!
Anderson segir að ef einhver hefði sagt honum fyrir nokkrum árum að hann væri að fara að gera nýja konseptplötu árið 2012 hefði hann talið þann sama mann geggjaðan. Gamlir félagar hans frá útgáfufyrirtækinu Chrysalis sem fóstraði þónokkrar Tull-plötur ámálguðu þessa hugmynd hins vegar við hann en honum leist lítt á. Það var hins vegar Derek Shulman, fyrrverandi söngvari proggsveitarinnar Gentle Giant, sem var uppi á blómaskeiði Tull og ekki langt frá henni hugmyndafræðilega, sem þrýsti enn frekar á Anderson. Shulman er útgáfumógúll mikill í dag og Anderson lét að lokum undan, segir að Shulman hafi verið sannfærandi mjög. Hann hafi svo sjálfur séð undir rest að þetta væri nú kannski ekki svo vitlaust enda proggrokkið í náðinni nú um stundir. Nýjar sveitir eins og Dream Theater, Porcupine Tree og jafnvel Opeth halda kyndlinum hátt á lofti og þessi stefna, sem lengi vel mátti ekki nefna vegna hættunnar á að vera tjargaður og fiðraður, er nú tekið höndum tveim bæði af nýjum áheyrendum og þessum gömlu sem voru búnir að sverja hana af sér. Hvað næst? A Passion Play 2. Einhver?
One Response to Jethro Tull: Á kafi í konseptunum…
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Uss, ekki aðra Passion Play, það er nú meira andsk$%#$% torfið! Ég hef samt alltaf verið Benefit-maður, það er svo flott þegar proggbönd fara hófsömu leiðina (eins og King Crimson með 'Red').