jethro-tull-band-1024x636

Þó ég sé staddur hérna í Edinborg langar mig til að impra á þessari tónleikafjöld Jethro Tull á Íslandi nú í júní. Mér rennur blóðið til skyldunnar (og merkilegt er það, Ian Anderson, leiðtoginn sjarmerandi er Skoti og eyddi uppvaxtarárunum í Edinborg!).

Ég hef skrifað talsvert um Tull – sem er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum – í gegnum tíðina fyrir Morgunblaðið, ein greinanna er í bókinni minni nýju meira að segja og ég hef átt viðtöl við Anderson nokkrum sinnum, eitt tekið sérstaklega fyrir þessa síðu er Anderson kom hingað í fyrra. Það er bölvanlegt að missa af þessu verð ég að segja og við ykkur hin segi ég: Góða skemmtun!

Upplýsingar má finna hér.