Kanye West: Og hann reis upp á …
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. júní, 2013]
Kanye og Kristskomplexarnir
• Kanye West gefur út plötuna Yeezus
• Baráttan við Egóið heldur áfram
Kanye West er líkast til besta dæmið um hvernig fyrrverandi baksviðsmaður fer fram fyrir tjöldin með góðum árangri í dægurtónlistinni. West hafði getið sér gott orð sem upptökustjórnandi, vann m.a. að meistaraverki Jay-Z, The Blueprint (2001) en fór síðan fram fyrir hljóðblöndunarborðið með miklum tilþrifum með því að gefa út plöturnar The College Dropout (2004) og Late Registration (2005), báðar álitnar miklir hápunktar í meginstraumsrappi fyrsta áratugar þessarar aldar. Og West var ekkert að læðast meðfram veggjunum þá loksins að hann var kominn í sviðsljósið. Andy Kellman hjá Allmusic orðaði eigindi West skemmtilega í dómi um síðarnefndu plötuna: „Hausinn á honum er orðinn svo útblásinn að það væri hægt að skilja hann frá líkamanum og skjóta upp í geim þar sem hann væri álitinn ný reikistjarna.“ Ferill Wests hefur verið með fróðlegra móti en hann nær að sameina markaðsvinsældir við oft og tíðum undarleg útspil, hvort heldur innan tónlistar eða utan. Titill nýjustu plötunnar, sem kemur út eftir helgi, segir þá ýmislegt um hvaðan West er að koma en titillinn er Yeezus.
Dökkt
Þeir sem hafa þegar heyrt plötuna lýsa henni sem dökku verki; áleitnu og um leið naumhyggjulegu (New York Times átti ítarlegt viðtal við West fyrir stuttu þar sem þetta kom m.a. fram). Síðasta sólóplata, við sleppum samstarfsverkefnum við Jay-Z og fleiri, hin ægistóra og marglaga My Beautiful Dark Twisted Fantasy (talandi um hispurslausan titil) fór um víðan völl í dularfullum fléttum á meðan sú sem kom þar á undan var allt öðruvísi; einfaldari en líka ægimyrk. Það verk, 808s & Heartbreak (2008), er líka eina plata Wests sem var fótum troðin af ósáttum rýnum. Á plötunni syngur West einvörðungu með aðstoð hins sjálfvirka felskjuleiðréttara („auto-tune“) og lögin eru öll sem eitt melankólísk harmaljóð, svo niðurlút á stundum að plötunni var líkt við gotneskt meistaraverk Cure, Pornography. Sá sem þetta ritar hafði mjög gaman af verkinu og finnst að West hefði mátt fá fleiri plúsa í kladdann, þó ekki væri nema fyrir aðdáunarverða fífldirfskuna.
Auðmýkt
Eins og Yeezus hefur verið lýst mætti ætla að hún væri þarna einhvers staðar á milli. Ekki stendur á útskýringum frá West hvað plötutitilinn varðar, West sé þrælanafnið hans en Yeezus sé Guðsnafnið hans. Í laginu „I Am a God“ (ó já, komplexana vantar ekki!) talar hann af auðmýkt um að líf hans sé í höndum Guðs en stenst samt ekki freistinguna á einum stað og segir eitthvað á þá leið að „Hann“ (þ.e. Guð) sé æðstur allra en hann sjálfur komist þó ansi nálægt því „…but I’m a close high“. Þessi setning er lýsandi fyrir þá gangandi þversögn sem West er þar sem hann ýjar að því að hann sé ekkert nema æðruleysið á meðan Egóið fer með hann í gönur. Vissulega er það einmitt þetta Egó sem hefur farið með hann alla leið á toppinn en spurningin er bara hvort West sé sáttur við sína stöðu því leitandi er hann í textum, flakkar á milli efasemda og öryggis. Þykist a.m.k. gera það!
Umslag plötunnar hefur vakið athygli, þar sem það hreinlega vantar, platan kemur út í tómu hulstri þar sem nakinn geisladiskurinn blasir við. West segir, kokhraustur að vanda, að hér sé upphafið að nýrri hugsun hvað tónlist varðar, innihaldið eitt skipti máli. Sé það gott, þá komi annað af sjálfu sér. Á sama tíma stundar West grímulaust – og grímubúinn í sumum tilfellum – markaðslega loftfimleika eins og að varpa myndbandinu við lagið „New Slaves“ á byggingar í stórborgum víða um veröld. Þversögn já, en eru sannir snillingar ekki í endalausri mótsögn við sjálfan sig?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012