Kim Gordon: Kvenhetjan og eiginkonan
Hér fer gestapóstur frá vefsíðunni Lesbókin, sem Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir heldur utan um:
—
Ævisaga Kim Gordon kom út fyrir stuttu. Hún er að sjálfsögðu forvitnileg fyrir margra hluta sakir en þó verður að viðurkennast að endalok hjónabands hennar og Thurston Moore hlýtur að auka sölugildi bókarinnar til muna. Já það er ljótt að segja það en fólk þyrstir í slúður af þessu taginu, hvers vegna, já hvers vegna eru skilnaðir, framhjáhöld og óhamingja af þess völdum svo áhugaverð?
Strax í fyrsta kaflanum fær fólk það sem það var að bíða eftir þar sem hún dembir sér af krafti í sambandsslit sín og Thurston. Þegar því svo sleppir svo fer hún í gegnum æsku sína í Kálhorníu, uppvöxt sinn og bróður síns en faðir hennar var m.a. nokkuð þekktur innan akademíunnar sem félagsfræðingur og finnst mér ég oft greina áhrif hans í textanum og Kim býr yfir innsæi í slík fræði. Ég er nokkuð hrifin af stílnum hennar sem er fremur hreinn og beinn. Stundum finnst mér hún reyna koma inn ljóðrænni stíl sem mér finnst hún ekki höndla jafn vel. Í umsögn er talað um að bókin sé lík Just kids eftir kollega hennar Patti Smith en þar er ég fullkomlega ósammála.
Stíll Kim er nefnilega bæði þurrari og staðreyndalegri en bókin er hins vegar alveg áreiðanlega mjög góð heimild um listasenuna í New York á níunda og tíunda áratugnum. Einnig hvernig New York fór úr því að vera suðupottur neðanjarðarmenningar og tónlistar í það að verða fokdýr snobbhöfuðborg. Sumir kaflar, einkum um miðbikið, verða því svolítið upptalningasamir. Kim virðist á köflum vera að „namedroppa“ töluvert sem er ekkert sérlega skemmtilegt aflestrar.
Kim talar um það hvernig það er að vera kona í hljómsveit og það sem meira er, par í hljómsveit og eiginkona. En þar finnst mér hún ekkert fara neitt sérstaklega djúpt. Hún gerir kannski svolítið lítið úr sínum status sem kvenhetju og fyrirmynd margra stúlkna. Eins og fyrir henni þá sé þetta aðeins röð tilviljana. Þannig er hún ekki beinlínis trú titli bókarinnar eða ætlan sinni með bókinni. Hún segir frá því hvernig nokkrar plötur urðu til, hvernig artworkið var valið o.s.frv.. Hún fer í alls konar núninga sem voru innan hljómsveitar (og virðast algengir í hljómsveitalífinu) og talar oft og tíðum um fatastíl sinn og tímabil sitt sem eigandi fatamerkis.
Um Thurston og samband þeirra er mikið minna rætt en mætti kannski ætla á fyrsta kaflanum. En maður hefur á tilfinningunni að hún sé heiðarleg. Hún er ekki að setja hann niður óþarflega mikið. Raunar talar hún verr um aðra manneskju í bókinni en það er Courtney Love. Maður hefur heyrt úr ýmsum áttum að Courtney hafi verið allt annað en „góðar fréttir“ en Kim hreinlega stafar það ofan í mann að hún hafi beinlínis verið ástæðan fyrir hörmungarörlögum Kurt. Kurt talar hún ljúflega um, hann hafi verið viðkvæm sál sem hafi snert sig djúpt. Í heildina skrifar Kim minna um samband sitt við Thurston en ég hefði ætlað en stundum koma stuttar og harmrænar setningar. Í lokin á kafla þar sem hún skrifar mjög illa um C. Love segir hún t.d. að Thurston hafi alltaf dregist að slíku myrkri eins og henni og fleirum fannst búa í Courtney en fer ekkert nánar út í það.
Þó að hjónabandið og ástarsorg hennar séu ekki aðalatriðið í bókinni liggja þessir þættir yfir eins og mara. Kim er hreinskilin um hjartasárið, um ástarsorgina og væntingar sínar til lífs þeirra saman. En hún er líka hreinskilin í leit sinni að skýringum, hún talar heilt yfir fremur fallega um Thurston áður en hann fer að halda framhjá henni. Hann studdi hana í einu og öllu, listsköpun sinni og verkefnum. Hann var góður pabbi og ábyrgur fjölskyldufaðir. Þau vildu bæði gefa dóttur sinni venjulegt líf þó það væri næstum ómögulegt. En fyrir okkur „venjulega fólkið“ voru þau eitthvað meira en venjulegt indí-par útíbæ. Þau táknuðu eitthvað fullkomið og ósnertanlega svalt og Kim skilur það líka. Við venjulega fólkið þurfum að horfast í augu við það að þessi helgimynd sem fólk býr til ósjálfrátt um frægt fólk stenst ekki skoðun, er ekki raunveruleg.
Það er því grátlegt að lesa lýsingar hennar á neðanjarðarrokkhetjunni sem er bara venjulegur, „banal“, miðaldra maður sem lýgur blákalt og lifir tvöföldu lífi með yngri konu. Með andlitið grúfið yfir æfóninum að senda skilaboð til ástkonunnar. Hin konan er hún kölluð og aldrei nefnd á nafn og dregur Kim ekkert undan í andstyggð sinni á hinni konunni. Bókin er hreinskilin og heiðarlega skrifuð. Kim er sýnilega ekki að skrifa hana til þess að gera upp líf sitt í eitt skipti fyrir öll, samband þeirra hjóna og skilnað. Hún er ekki tæmandi eða nákvæm og stundum finnst manni hún jafnvel yfirborðskennd. En svo flettir maður á næstu síðu og þá er hún allt í einu orðin hjartaskerandi hreinskilin. Áhugafólk um Sonic Youth, listasenu NY og mannlegan breyskleika ætti að finna sitthvað hérna og Kim kemst vel frá þessu öllu saman þegar allt er saman tekið.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012