nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

Það er alltaf gaman að fá sendingar frá ungum tónlistarmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Unnur Sara Eldjárn sendi mér fyrstu plötu sína í bréfpósti hingað til Skotlands og rúllaði hún þónokkra hringi á forláta ferðageislaspilaranum sem ég er með hérna inni í eldhúsi.

Það er fallegur og hreinn tónn í þessari plötu og ég fíla sérstaklega vel þessi „atmósperísku“ lög eins og „Minningin“ og „Litli lampinn“ en þessi hefðbundnari, ef svo má segja, eru einnig prýðileg og gott betur. Upptaka og hljóðfæraleikur top notch eins og vænta má frá Eldjárnum :o)

Ég dæmdi reyndar eina plötu sem faðir hennar, Kristján Eldjárn, tók upp með Margréti Eir árið 2000 og þar fer fyrir mjög svo „atmósperískum“ sprettum á köflum. Það kippir greinilega í kynið.

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: