Meg Baird: Unnið með þjóðlagaarfinn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. ágúst, 2015
Þokutónlist
• Meg Baird gefur út þriðju sólóplötu sína
• Tímalaus þjóðlagatónlist
Meg Baird er líkast til sæmilega óþekkt nafn í eyrum dægurtónlistarunnenda en hljómsveitin Espers hringir mögulega einhverjum bjöllum, hvar hún er meðlimur. Sú sveit hefur verið með fremstu ný-þjóðlagasveitum, á uppruna sinn í Philadelphiu en hefur reyndar verið á ís í sex ár. Síðasta plata hennar, III (2009), var sérdeilis góð, „hlýjar og fallegar raddanir sitja þægilega með hárnákvæmum skammti af framsækni og tilraunamennsku,“ eins og ég sagði víst í dómi á sínum tíma og andi sígildra sveita eins og Fairport Convention, Incredible String Band o.fl. sveif þar fagurlega yfir vötnum (og jafnvel skógarrjóðri líka).
Samhliða
Meg Baird hefur keyrt sólóferil samhliða störfum í Espers en fyrsta platan kom út 2007. Mektarfyrirtækið Drag City, sem trónir nokkuð hátt yfir neðanjarðarheimum, gaf út og segir okkur sitthvað um rætur og tengsl Baird og félaga. Tónlist Espers er stundum kölluð nýbylgju-þjóðlagatónlist („indie-folk“) enda var senan sem umlukti þau skipuð fólki sem var að hlusta jöfnum höndum á Sonic Youth og Pentangle. Sem sólólistamaður hefur Baird hins vegar sniðið nýbylgjupartinn nokkuð ríflega af, tónlistin er meira og minna hrein þjóðlagatónlist, á köflum eins og henni hafi verið skotið hingað frá árinu 1972 með tímavél.
Baird hefur jafnt og þétt verið að finna blómum skreyttum fótum sínum forráð á plötum sínum. Sú nýjasta, Don’t Weigh Down the Light, var tekin upp eftir að Baird fluttist þvert yfir Bandaríkin, frá Philadelphiu til San Francisco, borg sem hæfir sköpun hennar einkar vel. Nýjasta platan er hiklaust öruggasta verk hennar til þessa, hún leikur á fleiri hljóðfæri, öll lögin eru frumsamin og tónmálið er algerlega hennar. Ræturnar þó kirfilega í nefndri þjóðlagatónlist, þó að úrvinnslan sé persónuleg, og heyra má í Judee Sill, Trees og Mellow Candle (þið verðið að tékka á einu plötu síðastnefndu hljómsveitarinnar. Flettið henni upp!).
Járn í eldi
Eins og sjá má er þjóðlagatónlist af öllum gerðum og frá öllum tímum miðlæg í list Baird og hún rekur m.a. ættir til Isaac Garfield Greer, sagnfræðings og appalasíu-tónlistarmanns frá þarsíðustu öld en hann hafði nokkur áhrif á hina ungu Baird er hún lá yfir safnplötum Smithsonian-safnsins. Baird er með ansi mörg járn í eldinum og hefur verið dugleg við að ljá öðrum tónlistarmönnum krafta sína, meisturum eins og Bonnie Prince Billy, Kurt Vile og Sharon Van Etten. Hún og systir hennar hafa þá gefið út efni sem The Baird Sisters en innblásturinn þar kemur frá fyrri tíma Appalísutónlist. Baird er ein af þeim sem er eitthvað svo dásamlega handan við þann tíma sem hún lifir og hrærist í, líkt og mistök hafi verið gerð á skrifstofu almættisins er fæðing hennar var ákveðin. Eða eins og Sandy Denny, andans systir hennar söng: „Who knows where the time goes?“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012