Meira pönk, meira helvíti…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. febrúar, 2022.
Meira pönk, meira helvíti…
Killergott er ný hljóðversplata eftir Leiksvið fáránleikans. Sveitin hefur ástundað strangheiðarlegt pönkrokk í rúma þrjá áratugi og er það vel.
Ég kynntist Leiksviði fáránleikans fyrir rúmum 30 árum en hún átti – og á – eftirminnilegt lag á safnsnældunni Snarl 3 . Innan um alls kyns neðanjarðarrokk, tilraunir og nýbylgjunudd er lagið „Hanaat“, bylmandi pönkrokksslagari sem hitti í hjartastað sökum einfaldleika og afdráttarleysis. Maður heyrði að þetta væru eldri menn en flestir þeir sem fylltu spóluna, það var einhver þéttleiki í laginu og auðheyranleg reynsla sem skilaði þessu í höfn. Samspilið og uppbyggingin var á mörkum pönks og hálfgildings þungarokks, grimm keyrsla út í gegn og riffin glæst. Ég var heillaður þá og heillaður enn og þetta lag skýtur upp kolli reglubundið hjá pistilritara.
Og starfandi er sveitin enn. Ég hef orðið var við að endrum og eins er hent í tónleika og meðlimir í dag eru, samkvæmt fjasbókarsetri, Arnar Þór Sigurðarson (gítar), Jón Harry Óskarsson (bassi) Jóhann Geir Rafnsson (trommur) og Jóhann Vilhjálmsson (söngur). Jóhann (sem söng með Vonbrigðum í eina tíð) og Jón Harry hafa verið á leiksviðinu frá ómunatíð en hinir eru nýtilkomnari getum við sagt. Annars er lítið um frekari upplýsingar og ákveðin dulúð hefur fylgt sveitinni alla tíð, nokkuð sem er gildisaukandi finnst mér. Ég vil eiginlega ekki vita mikið meira. Það er ágætt að hafa þetta bara strípað stundum – líkt og tónlist sveitarinnar er.
Ég ætla að einbeita mér að tónlistarrýni hér og meginpunkturinn er ný breiðskífa sem út kom á síðasta ári og kallast Killergott . Útgáfa hefur verið stopul, þannig séð. Stök lög á safnsnældum og -diskum en svo kom geislaplata út árið 1996, Martraðir . Árið 2015 kom svo út plata, Spilliefni , átta laga og nítján mínútur. Það er því stígandi í þessum efnum mætti segja því að Killergott er fjórtán laga og röskur hálftími að lengd! Netgrufl sýnir mér að tólf þeirra voru tekin upp ásamt Halli Ingólfssyni á fimm tímum, nema hvað.
Tónlistin er, eins og segir í lýsingunni í upphafi, keyrslubundið pönkrokk eins og það kemur af kúnni. Gítar, bassi, trommur og ástríðufullur söngur. Mikið sem þetta virkar vel! Textar í kunnuglegum heimsósómastíl, talað um að grafa sína eigin gröf og að borgin sé ljót. Hljómurinn á þessu nýjasta verki sveitarinnar er vel heppnaður, þykkur og umlykjandi en undirstingur um leið það sem skiptir máli. Gítararnir rífa og surga og eru ýmist í grípandi pönkrokkskeyrslu eða ögn hægari þungarokksriffaorgíu. Þessi samsaumur á þessum tveimur stefnum, sem eru ekki alltaf að tala saman, er glæsilegur og gefur sveitinni aukinn þunga og ákveðið sérkenni. Þetta er pönkrokk á yfirborðinu en undirstaðan er sótbikað, níðþungt bárujárn.
Það er auðvitað eitthvað tímalaust við þetta allt saman og styrkjandi. Skapalónið hérna er vel kunnuglegt, það eru hljómsveitir að leika áþekka tónlist um allan heim, en framkvæmd LF á þessum herlegheitum er sæmdarleg og gott betur en það. Mér, sem er bara hvolpur (fæddur 1974), finnst eitthvað notalegt við það að þekkja lítið til einstakra meðlima og á ógreinilegum ljósmyndum sé ég bara þögla, svart/hvíta eilífðarpönkara sem ég myndi aldrei þora að tala við. Og æ, það er ágætt. Er tónlistin sjálf ekki meira en nóg?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012