Músíktilraunir 2021: Úrslitakvöldið
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, þriðjudaginn 1. júní, 2021.
„Lengi lifi íslensk tónlist“
Úrslit Músíktilrauna 2021 fóru fram í Hörpu laugardaginn 29. maí, þar sem tólf hljómsveitir öttu kappi.
Enginn einn tónlistarviðburður hér á landi hreyfir meira við mér en Músíktilraunir. Af hverju? Jú, þarna er hægt að upplifa framtíðarfólkið okkar stíga fyrstu skrefin í tónlistinni. Stressuð, hrædd og kvíðin. En um leið ástríðufull, áræðin, glöð og bara svo til í þetta. Tónlist verður bara ekki hreinni, óspilltari og sannari en á þessum viðburði og það er það sem kveikir í manni. Ár eftir ár.
Eftir stórgóða innkomu frá síðustu sigurvegurum, Blóðmör, gekk fyrsta sveitin, Piparkorn, inn á svið. Djasspopp sveitarinnar er býsna gott og meðlimir firnaöruggir á sviði, andinn þægilegur og umlykjandi. Söngkonan Emma er sjarmör. Það var engu að síður dálítið um kraðak í flutningi, aðeins of mikið í gangi á köflum, en heilt yfir er þetta allt á réttri leið eins og ég nefndi í fyrri skrifum. Grafnár mætti einbeitt til leiks og hristi flatneskjuna sem hafði hrjáð hana á undanúrslitakvöldinu af sér með glæsibrag. Góð keyrsla út í gegn og sveitin hitnaði með hverju lagi. Glæsilegt! Ég elska líka útlitið á meðlimum. Bassaleikarinn lítur út eins og stundakennari í rafmagnsverkfræði, söngkonan er harðkjarnadrottning en gítarleikarinn er eins og meðlimur í „nu-metal“-sveit. Af hverju ekki?
Ólafur Kram steig ekki feilspor. Það er sterk og hrífandi ára yfir sveitinni, eitthvert „x“ sem maður skynjaði hjá fyrri sigurvegurum eins og Kolrössu krókríðandi og Mínus. Tónlistin er dásamleg. Fyrsta lagið var dálítið í anda íslensks kammerpopps frá áttunda áratugnum (Melchior, Diabolus in Musica) en grunnurinn samt algert pönk. Glúrin lagauppbygging hvar Raincoats og Roxy Music hittast á blindu stefnumóti. Textarnir frábærir, úthugsaðir og með skemmtilegum hendingum. Spilamennska örugg, samhent og allir meðlimir syngjandi. Mest er þó um vert að þetta er svo undarlega langt komið, líkt og Ólafur Kram viti upp á hár hvað hann er að gera. Mikið sem ég hlakka til að fylgjast með þessari sveit næstu misserin.
Benedikt söng sitt skammlausa popp af öryggi líkt og í undanúrslitunum. Helst að lag tvö væri skammt á veg komið. Persónulega fannst mér það verulega flott af honum að taka þátt í keppninni þar sem svona innslög hafa hingað til verið sjaldséð. Benedikt er söngvari og upptökustjórnandi og tónlistin kom öll úr símanum hans sem er einfaldur vitnisburður um breytta tíma í tónlistarsköpun og því hvernig hún er flutt. Benedikt stóð sig vel. Ég setti út á Æsu í fyrri skrifum, taldi mannskapinn vera til staðar en lagasmíðum væri verulega ábótavant. Því miður færðist lítið í rétta átt þetta kvöldið. Poppsmíðar Æsu eru í senn flatar og broddlausar en það var til að æra óstöðugan að samspil var auk þess undarlega óþétt. Mér sýnist einstakir meðlimir hafa margt til brunns að bera en þessa hljómsveit þarf að endurhugsa frá grunni.
Skemmtilegasta sveit Músíktilrauna, Eilíf sjálfsfróun, undirstrikaði það sæmdarheiti með glans. Halldór Ívar söngvari er náttúruafl og hann átti salinn með húð og hári allan tímann. Í hlutverki grimmrar kennslukonu í fyrsta laginu og ólukkans sjóara í því síðara. Glensið og adrenalínið í botni allan tímann. Það hefði verið gaman að fá enn eitt „atriðið“ í þriðja laginu, því sem bætt var við, en ég ræð þessu víst ekki. Lagið, „Magasár“, var fínt og tilraun Halldórs til að vera valinn besti gítarleikari Tilraunanna var meinfyndin eins og allt það sem frá þessum gröllurum kemur. Dóra og döðlurnar fóru verðskuldað í úrslitin en þessar fimmtán ára gömlu stelpur eru mun lengra komnar en aldurinn gefur til kynna. Sjarmerandi, þéttar og skemmtilegar. Leiðtoginn, Bára Katrín, var með ólíkindum sjálfsörugg á sviðinu. Var meira eins og harðfullorðin kántrísöngkona frá Texas með áratuga feril á bakinu en íslensk táningsstúlka úr Grafarvoginum. Stórmerkilegt. Tónlistin melódískt kántrípopp, til þess að gera fínt. Ýmislegt vantar upp á eðlilega en það skrifast einvörðungu á ungan aldur. Hljómsveitin var það óvænttasta sem ég barði augum þetta árið. Krownest flutti sitt bylmingsþungarokk af eftirtektarverðu öryggi, alveg eins og í undanúrslitunum. Það má slípa sjálfar lagasmíðarnar betur til en spilamennskan er glæsileg, þétt og sannfærandi. Límbandið vann með blöndu af tónlist og uppistandi líkt og í undanúrslitunum og ekki skemmti ég mér svo það sé bara sagt hreint út. Lög og skemmtiatriði ófókuseruð og ófyndin og mér leið eins og ég væri utangátta í partíi á meðan vinahópurinn skiptist á einkahúmor. Jengah var sér á parti og ég verð að nefna það hér, ég man bara ekki eftir jafn fjölbreyttum Tilraunum og í ár. Alls kyns stílar og nálganir og mikið sem það var hressandi. Jengah lék sér með görótta blöndu af síð- og súrkálsrokki, vel krydduð með kvikmyndalegu „ambient“-hugleiðsluflæði (hei, það þarf að skilgreina tónlist!). Naumhyggjan allsráðandi og meðlimir gerðu þetta vel. Metnaður, hvar t.d. náttúruhljóð sem þeir sönkuðu að sér sjálfir spiluðu rullu. Fógeti er Eli Frost Ara ásamt Arnari Má Víðissyni. Eli var í fjórum hljómsveitum þetta árið en ljóst að þetta er „alvarlega“ verkefnið hans. Ástríðuofgnóttin í undanúrslitunum gaf til kynna að eitthvað væri nú spunnið í pilt en hann var á sama tíma aðeins of óhaminn svo hægt væri að greina það fyllilega. Í úrslitunum var hann mun betri, eins og það væri búið að flysja óðagotið í burtu. Tónlistin er eins lags tíunda áratugar angistarrokk, síað í gegnum samtímarapp (ásamt ýmsu fleiru). Ég heyrði í Weezer og Beck t.a.m. Annað lagið var mjög gott, alvörutilfinningar og flutningur sannfærandi, og síðasta lagið var baráttusöngur tileinkaður kynsegin fólki. Eins og ég segi: þetta er efnilegt og margt þarna þó að það þurfi aðeins að raða hlutunum upp betur. Keikó er poppsveit með geislandi söngkonu í framlínunni, Kolbrúnu Óskarsdóttur. Hún gerir mikið fyrir bandið sem er enn fremur ómótað. Spilamennska enn losaraleg og lagasmíðar bæði mein- og sérkennalausar. Frekari æfingar gætu breytt einu og öðru, það glittir alveg í grunn þarna sem hægt væri að byggja á.
Eftir að dómnefnd hafði ráðið ráðum sínum var ljóst að Ólafur Kram var sigurvegari, Eilíf sjálfsfróun hreppti annað sætið og það þriðja féll Grafnári í skaut. Hljómsveit fólksins, sem valin var af áhorfendum með sérstakri símakosningu, var svo Piparkorn. Allar þessar sveitir, og einstakir hljóðfæraleikarar (sjá ramma), fengu svo gnótt verðlauna sem aðstoða við frekari landvinninga á tónlistarsviðinu. Ítarupplýsingar má nálgast á musiktilraunir.is
„Lengi lifi íslensk tónlist“ voru lokaorð kynnisins, Ólafs Páls Gunnarssonar. Til að eitthvað lifi þarf að hlúa að því. Enn og aftur er það morgunljóst að þáttur Músíktilrauna í því ferli er með öllu ómetanlegur.
Aðrir verðlaunahafar
Söngvari: Halldór Ívar Stefánsson – Eilíf sjálfsfróun
Gítarleikari: Ívar Andri Bjarnason – Sleem
Bassaleikari: Guðmundur Hermann Lárusson – Krownest
Hljómborðsleikari: Magnús Þór Sveinsson – Piparkorn
Trommuleikari: Alexandra Rós Norðkvist – Salamandra, The Parasols og Æsa
Rafheili: Júlíus Óli Jacobsen – Dopamine Machine
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Ólafur Kram
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012