Plötudómar: Lord Pusswhip og Elli Grill
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. júní, 2021.
Út að ystu mörkum
Lord Pusswhip og Elli Grill gáfu út plötur á dögunum. Þeir eiga það sameiginlegt að reyna hressilega á þanþol tónlistarformsins, hvor á sinn hátt.
Lord Pusswhip hefur um nokkra hríð verið með eljusömustu neðanjarðartónlistarmönnum landsins. Hann gefur út jaðarrapp, furðuraftónlist og forvitnilega samhristinga á kassettum og streymisveitum (t.a.m. Soundcloud og Bandcamp) og á oft í samstarfi við erlenda tónlistarmenn enda hefur hann dvalið í sköpunarparadísum á borð við Berlín og Los Angeles.
Nýjasta plata hans kallast Reykjavík ’93 og á sama tíma kom út stuttmynd, The Future is Yesterday . Platan er nokkurs konar óður til íslensku reif- og raftónlistarsenunnar á tíunda áratugnum sem Pusswhip missti af sökum ungs aldurs. Pusswhip gekk meira að segja svo langt að smala tónbútum frá Páli Óskari, Svölu Björgvins og DJ Margeiri, með fullu leyfi að sjálfsögðu, svo að hljóðmyndin yrði sem réttust. Platan kemur út á bandarísku plötuútgáfunni Fantastic Voyage (Justin Jay) og í viðtali við Impose Magazine segir listamaðurinn frá því að viss vofufræði („hauntology“) og ímyndaðar minningar marki plötuna, hér sé kominn aðili sem upplifði ekki þessa tíma að ímynda sér hvernig það hafi verið og hvernig menn hafi borið sig að í sköpuninni (Pusswhip, eða Þórður Ingi Jónsson, hefur fjallað um fyrirbærið í pistlum fyrir Ríkisútvarpið). Platan situr vel í þessum hljóðheimi (sem pistilritari upplifði n.b.), frumstæðir og harkalegir taktar ásamt hljóðmottum sem kalla fram reifið og „hardcore“-ið sem í gangi var þá. Lord Pusswhip situr þá ekki með hendur í skauti en í sumar kemur út önnur plata, Lord Pusswhip is rich , en í þetta sinnið á Clan Destine Records.
Elli Grill hefur sömuleiðis verið stöðugt að undanfarin ár og stöðugt er hann á jaðrinum. Afstaða hans enda afdráttarlaus, kemur fyrir eins og Flavor Flav nýkominn úr vinnubúðum keyrðum af The Residents. Nýja platan, Púströra Funk , stillir fram tveimur myndarlegum augum og ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun. Þessi plata er skemmtileg, segi það bara strax. Elli er grallari, furðulegur, óútreiknanlegur og líka drepfyndinn. „Þú hleyptir löggunni inn“, hvar Kilo kemur við sögu, er t.a.m. snilld. Í hægum skemmtaragír þar sem kór, sem gæti verið undir stjórn Davids Lynch, kyrjar í sífellu „þú þarft að flytja“. „Skit“, hvar Elli og ónefndur rappari takast á, fékk mig líka til að skella upp úr. Platan rúllar þægilega í raun, nettur Wu-Tang-bragur yfir og hljómvinnsla og bygging laga er með ágætum út í gegn. Andinn er letilegur og draumkenndur og kallast þannig á við umfjöllunarefnið sem er á stundum bundið í allra handa vísindaskáldskap. Þetta er auk þess stóreflis verk, liðlega 50 mínútna langt og gestkvæmt með afbrigðum, JóiPé og Kött Grá Pjé á meðal þeirra sem hefja upp raustina.
Í stafni er þó alltaf Elli sjálfur með sinn einstæða stíl. Eins og ári eður púki rappar hann um hina margvíslegustu hluti, stundum stórskrítna, stundum ekki svo. Á köflum er þetta eins og að vera varpað inn í einhvern Prúðuleikaraþátt en á öðrum tímum er Elli jarðbundnari (sjá t.d. hina stórfínu „ballöðu“ „Hugarástand“).
Þessir tveir listamenn sem ég geri að umfjöllunarefni hér eru að sjálfsögðu að mestu leyti ósambærilegir. Báðir eru þeir hins vegar verðugir fulltrúar íslenskrar jaðartónlistar, svo ég skilgreini það fyrirbæri vítt, hvar hrein og sannferðug sköpun kemur á undan þrýstingi um að samsama sig norminu. Það er nóg af mannskap í því…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012