Neneh Cherry: Pönk, popp, taugaáfall!!!
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. mars, 2014]
Hrá… eins og sushi
• Neneh Cherry snýr aftur á sjónarsviðið
• Litskrúðugur ferill; varðaður pönki, poppi og taugaáföllum
Ég varð fyrst var við Neneh Cherry er lagið „Buffalo Stance“ glumdi látlaust í viðtækjum sumarið 1989. Ég var fimmtán ára, í draumavinnunni (lagermaður hjá Steinari í Kópavogi) og allra handa neðanjarðartónlist var tekin að heilla. Cherry var því „bara“ popp og ég pældi lítið í henni, fannst lagið þó ágætt en ekki mikið meira en það (og hefði aldrei viðurkennt slíkt á þessu ofurviðkvæma þroskaskeiði). Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég komst að því að hún hafði spilað sæmilega rullu í síðpönkssenunni í London í upphafi níunda áratugarins og væri fósturdóttir djassrisans Dons Cherrys. Ég varð svo heldur betur var við hana í hitteðfyrra, er platan The Cherry Thing kom út, samstarf hennar við jaðardjassarana sænsku í The Thing og nú, í síðasta mánuði, kom platan Blank Project út, fyrsta sólóplata Cherry í 18 ár.
Hluturinn
En áður en við veltum fyrir okkur tildrögum hennar skulum við kíkja lítið eitt á litskrúðugan tónlistarferill Cherry. Hún fæddist árið 1964 í Stokkhólmi, dóttir Monicu „Moki“ Cherry og trymbilsins Amahdu Jah frá Síerra Leóne. Monica giftist síðar Don Cherry og gekk hann Neneh í föðurstað. Hún ólst upp í sænsku sveitinni og var húsið undirlagt af allra handa sköpunargleði og var gestkvæmt mjög að því leytinu til. Þetta uppeldi átti eftir að móta Cherry fyrir lífstíð.
Fjölskyldan bjó um hríð í New York en sem unglingur flutti Cherry til London og tók þátt í síðpönkssenunni þar. Hún bjó t.a.m. með Ari Up úr Slits, söng með Rip Rig + Panic og spilaði hipp-hopp sem plötusnúður. Það var því harla óvænt er hún sló í gegn sem poppsöngkona með fyrstu breiðskífu sinni, Raw like Sushi (1989). Illa gekk þó að fylgja frægðinni eftir, samstarf hennar og Youssous N’Dours í laginu „7 Seconds“ vakti þó mikla athygli árið 1994 og lagið fékk mikla spilun á öldum ljósvakans. Cherry hefur því verið utan alfaraleiðar lengi vel en árið 2011 fékk hún hljómgrunn á jaðrinum, þar sem hún fann upprunalega sína rödd. The Cherry Thing, sem er unnin með The Thing (Mats Gustafsson er m.a. í sveitinni), er hávaðasöm, tilraunakennd skífa og eru verk fósturföður hennar, Dons, m.a. til grundvallar. Plötunni var vel tekið og veitti Cherry innblástur til frekari verka.
Frosin
The Blank Project var samið af Cherry og eiginmanni hennar, Cameron McVey. Upptökur fóru fram í Woodstock en upptökustjórnandinn, Kieran Hebden (Four Tet), býr þar hluta úr ári. Gestir eru m.a. sænska poppstjarnan Robyn og slagverksdúettinn RocketNumberNine. Tónlistin og textarnir eru nokkurs konar hugleiðing um móður Cherry, sem lést 2009. Cherry varð fyrir miklu áfalli við þann atburð og lagðist í mikið þunglyndi í kjölfarið. Stóð það yfir í meira en ár, þar sem hún var meira og minna „frosin“ að eigin sögn.
Upptökur á The Blank Project stóðu í fimm daga og var tveimur lögum rúllað inn á harða diskinn á dag. Hugmyndin var að hafa framvinduna hráa og „lifandi“ en tökur urðu aldrei fleiri en þrjár. Að fanga „andann“ var aðalmálið. Návist Hebdens er þá greinileg, maður finnur á fyrstu sekúndunum að þessi maður hafði tilsjón með framvindunni, svo einkennandi er stíll hans. Platan er ágeng og hörð, dálítið myrk, og hvellt slagverkið hringar öll lög. Miðlæg er svo Cherry, sem er auðheyranlega að hella úr hjartanu, eða eins og hún segir í viðtali við Pitchfork: „Með fyrri verk mín, þá finnst mér, þegar ég lít til baka, eins og ég sé ekki alveg á staðnum. Ég er hins vegar algerlega heil með þessum lögum. Ég hafði djúpa, knýjandi þörf fyrir að gera þessa plötu en ég var um leið undarlega róleg og æðrulaus í gegnum allt ferlið.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012